Landsliðsmaðurinn býr í fallegu húsi ásamt eiginkonu sinni Karen Einarsdóttur en þau hafa komið sér vel fyrir í Kópavoginum.
Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Björgvins í síðasta þætti af Heimsókn á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. Í þættinum kom í ljós að landsliðsmarkvörðurinn er mikil merkjafrík og fær hann til að mynda helminginn af fataherbergi heimilisins.
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var á dagskrá á miðvikudagskvöldið.