Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2018 10:30 Fjöldinn allur af vörum flakkar á milli í póstþjónustu út um allan heim og er hönnunarstuldur orðið mikið vandamál. vísir/getty Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira