Var það ábending árvökuls borgara sem leiddi til handtöku fólksins að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar en lögreglan lýsti eftir manninum og bílnum í gærkvöldi.
Bíllinn er fundinn og þýfi úr innbrotinu. Þá tók lögreglan jafnframt í sína vörslu fleiri muni sem talið er að kunni að tengjast öðrum innbrotum.