ÍBV hefur fengið enskan miðjumann fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla, en bikarmeistararnir hafa misst afar marga sterka leikmenn frá því að deildinni lauk í haust.
Henry Rollinson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við ÍBV, en hann er uppalinn hjá Leeds. Henry er tvítugur piltur, en þetta kemur fram á Facebook-síðu Eyjamanna í gærkvöldi.
Hann er annar Bretinn sem Eyjamenn bæta við sig á innan við mánuði, en í lok febrúar skrifaði Priestley David Griffiths, 21 árs gamall varnarmaður, undir þriggja ára samning við Eyjamenn.
Eyjamenn mæta með mikið breytt lið í vor, en bikarmeistararnir hafa misst Pablo Punyed, Hafstein Briem, Jónas Næs og fleiri öfluga menn frá síðast tímabili. Þeir hafa þó einnig fengið varnarmennina Ignacio Fideleff og Yvan Erichot og svo unga drengi, Dag Austmann, Alfreð Hjaltalín og Ágúst Leó Björnsson.
Það reynir því á Kristján Guðmundsson og hans menn, en flautað verður til leiks í Pepsi-deildinni í lok apríl.
ÍBV fær enskan miðjumann
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn



Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Fleiri fréttir
