Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:45 Anton V. Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Elín Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar.
Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent