Innlent

Gönguskíðafólk streymir á Ísafjörð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Rík hefð er fyrir gönguskíðum á Ísafirði þar sem hin fræga Fossavatnsganga hefur verið haldin nær sleitulaust frá árinu 1935.

„Ísafjörður hefur verið um snjó og sjó og tónlist. Hér hefur verið mikil skíðagöngumenning og það voru allir á gönguskíðum þegar ég var ungur. Það er þannig enn í dag, það koma 100-200 manns á hverjum degi þegar svæðið er opið og gott veður," segir Daníel Jakobsson, formaður Fossavatnsgöngunnar og eigandi Hótel Ísafjarðar.

Daníel segir skíðagönguna lyfta upp bænum yfir veturinn og efla vetraferðamennskuna til munavisir/stilla

Nú er skíðaganga nýjasta tískusportið hjá landanum og á þriðja þúsund manns víðs vegar af landinu streymir á gönguskíðanámskeið um helgar á Ísafirði. Þá verður 40-60 manna fjölgun í bænum hverju sinni.

Daníel segist aldrei hafa getað trúað að gönguskíði myndu halda bransanum gangandi á veturna.

„Þetta skiptir miklu máli fyrir bæinn. Þetta fólk kemur til að hafa gaman. Fer og verslar föt og þjónustu. Konurnar fara meira að segja á snyrtistofuna. 50 manns er kannski ekki mikið í Reykjavík en að fá 50 túrista hverja helgi munar miklu fyrir okkur og við erum mjög þakklát fyrir það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×