Vandræðalaust fyrir Bayern | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Bayern München er auðveldlega komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þeir unnu einvígið gegn Besiktas samanlagt 8-1, en síðari leiknum lauk með 3-1 sigri Bæjara. Bayern komst yfir strax á átjándu mínútu með marki Thiago Alcantara eftir undirbúning hins ótrúlega Thomas Muller. 1-0 þegar Michael Oliver flautaði til hálfleiks. Strax á upphafssekúndum síðari hálfleiks komst Bayern í 2-0 með afar klaufalegu sjálfsmarki frá Gokhan Gonul. Vagner Love klóraði í bakkann fyrir Besiktas, en Sandro Wagner skoraði þriðja mark Bayern áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1 sigur þýsku meistarana í Tyrklandi. Göngutúr í garðinum þetta einvígi fyrir Bayern sem er komið örugglega áfram í átta liða úrslitin, enn eitt árið. Meistaradeild Evrópu
Bayern München er auðveldlega komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þeir unnu einvígið gegn Besiktas samanlagt 8-1, en síðari leiknum lauk með 3-1 sigri Bæjara. Bayern komst yfir strax á átjándu mínútu með marki Thiago Alcantara eftir undirbúning hins ótrúlega Thomas Muller. 1-0 þegar Michael Oliver flautaði til hálfleiks. Strax á upphafssekúndum síðari hálfleiks komst Bayern í 2-0 með afar klaufalegu sjálfsmarki frá Gokhan Gonul. Vagner Love klóraði í bakkann fyrir Besiktas, en Sandro Wagner skoraði þriðja mark Bayern áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1 sigur þýsku meistarana í Tyrklandi. Göngutúr í garðinum þetta einvígi fyrir Bayern sem er komið örugglega áfram í átta liða úrslitin, enn eitt árið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti