Varamaðurinn Yedder henti United úr Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2018 21:30 Yedder fagnar marki ógurlega í kvöld. vísir/getty Manchester United er dottið úr leik í Meistardeildar Evrópu, en Sevilla er komið áfram á kostnað United í 8-liða úrslitin eftir leik liðanna á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 2-1 fyrir Spánverjana. Fyrri leik liðanna endaði með markalausu jafntefli og því ljóst ef að Sevilla kæmist yfir þá yrði róðurinn ansi þungur fyrir heimamenn. Staðan var markalaus í hálfleik í afar tíðindalitlum leik. Það dró til tíðinda á 74. mínútu þegar varamaðurinn Wissam Ben Yedder, sem hafði komið inn á tveimur mínútum áður, skoraði eftir undirbúning Pablo Sarabia. Því var ljóst að United þyrfti að skora tvö mörk til þess að komast áfram og ekki batnaði ástandið þegar varamaðurinn Yedder skoraði aftur fjórum mínútum síðar og skaut United úr keppni. Romelu Lukaku náði þó að klóra í bakkann eftir hornspyrnu Marcus Rashford, en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1. Sevilla því komið í átta liða úrslitin á meðan United klúðraði gullnu tækifæri til að komast áfram. Meistaradeild Evrópu
Manchester United er dottið úr leik í Meistardeildar Evrópu, en Sevilla er komið áfram á kostnað United í 8-liða úrslitin eftir leik liðanna á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 2-1 fyrir Spánverjana. Fyrri leik liðanna endaði með markalausu jafntefli og því ljóst ef að Sevilla kæmist yfir þá yrði róðurinn ansi þungur fyrir heimamenn. Staðan var markalaus í hálfleik í afar tíðindalitlum leik. Það dró til tíðinda á 74. mínútu þegar varamaðurinn Wissam Ben Yedder, sem hafði komið inn á tveimur mínútum áður, skoraði eftir undirbúning Pablo Sarabia. Því var ljóst að United þyrfti að skora tvö mörk til þess að komast áfram og ekki batnaði ástandið þegar varamaðurinn Yedder skoraði aftur fjórum mínútum síðar og skaut United úr keppni. Romelu Lukaku náði þó að klóra í bakkann eftir hornspyrnu Marcus Rashford, en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1. Sevilla því komið í átta liða úrslitin á meðan United klúðraði gullnu tækifæri til að komast áfram.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti