Enski boltinn sýndur beint í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Liverpoolmenn hressir og kátir með bikarinn góða sem Íslendingar fengu ekki að sjá fyrr en helgina eftir. Vísir/getty Enski boltinn var sýndur í fyrsta skipti beint á þessum degi árið 1982. Þá var viðureign Tottenham og Liverpool sýnd í úrslitaleik um deildarbikarinn. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur íþróttakappleikur var sýndur í beinni útsendingu. Gríðarleg eftirvænting var fyrir leikinn eins og sjá má í blaðagreinum fyrir leikinn. Þannig voru leikir í 1. deild í handboltanum til dæmis færðir til svo handboltamenn landsins gætu notið leiksins. Blaðið Tíminn sagði í helgarútgáfu sinni á leikdag: „Klukkan tæplega þrjú í dag rennur upp stóra stundin hjá íslenskum knattspyrnuunnendum, en þá hefst bein útsending frá Wembley þar sem Tottenham Hotspur og Liverpool leiða saman hesta sína.“ Leikurinn fór 1:1 og því þurfti að framlengja en því miður var RÚV búið með gervihnattasambandið og því var slökkt á útsendingunni.Kristján Már Unnarsson fréttamaður var ekki sáttur að missa af framlengingunni og lét stór orð falla.Vísir/stefánFramlengingin fór því framhjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Í DV sem kom út á þriðjudegi var farið yfir málið. „Á slaginu kl. 17 á laugardaginn þurfti flestum Íslendingum til mikillar armæðu, Vis-news, sjónvarpsstöðin að taka yfir línuna og áhorfendur á Íslandi misstu því af besta kafla leiksins. Þegar klippt var á leikinn var staðan 1:1, en lið Liverpool sem þá stundina hafði alla yfirburði bætti við tveim mörkum og vann 3:1.“ Framlengingin var svo loks sýnd helgina á eftir í lýsingu Bjarna Felixsonar, guðföður enska boltans í íslensku sjónvarpi. Fjölmiðlamaðurinn Kristján Már Unnarsson skrifaði fjölmiðlapistil í DV síðar í vikunni þar sem hann segir: „Ég verð að játa gremju mína. Ég varð meira að segja reiður. Fannst á tímabili ekkert sjálfsagðara en að þeir menn úti í heimi sem ábyrgð bæru á þessari ósvífni, að svipta Íslendinga mikilvægum mínútum af fótboltaleik vegna einhverra fréttasendinga, yrðu tafarlaust leiddir fyrir aftökusveit.“ Ljóst er að æðið fyrir enska boltanum var komið til að vera og ekki sér fyrir endann á því æði. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Enski boltinn var sýndur í fyrsta skipti beint á þessum degi árið 1982. Þá var viðureign Tottenham og Liverpool sýnd í úrslitaleik um deildarbikarinn. Þetta var í fyrsta sinn sem erlendur íþróttakappleikur var sýndur í beinni útsendingu. Gríðarleg eftirvænting var fyrir leikinn eins og sjá má í blaðagreinum fyrir leikinn. Þannig voru leikir í 1. deild í handboltanum til dæmis færðir til svo handboltamenn landsins gætu notið leiksins. Blaðið Tíminn sagði í helgarútgáfu sinni á leikdag: „Klukkan tæplega þrjú í dag rennur upp stóra stundin hjá íslenskum knattspyrnuunnendum, en þá hefst bein útsending frá Wembley þar sem Tottenham Hotspur og Liverpool leiða saman hesta sína.“ Leikurinn fór 1:1 og því þurfti að framlengja en því miður var RÚV búið með gervihnattasambandið og því var slökkt á útsendingunni.Kristján Már Unnarsson fréttamaður var ekki sáttur að missa af framlengingunni og lét stór orð falla.Vísir/stefánFramlengingin fór því framhjá íslenskum sjónvarpsáhorfendum. Í DV sem kom út á þriðjudegi var farið yfir málið. „Á slaginu kl. 17 á laugardaginn þurfti flestum Íslendingum til mikillar armæðu, Vis-news, sjónvarpsstöðin að taka yfir línuna og áhorfendur á Íslandi misstu því af besta kafla leiksins. Þegar klippt var á leikinn var staðan 1:1, en lið Liverpool sem þá stundina hafði alla yfirburði bætti við tveim mörkum og vann 3:1.“ Framlengingin var svo loks sýnd helgina á eftir í lýsingu Bjarna Felixsonar, guðföður enska boltans í íslensku sjónvarpi. Fjölmiðlamaðurinn Kristján Már Unnarsson skrifaði fjölmiðlapistil í DV síðar í vikunni þar sem hann segir: „Ég verð að játa gremju mína. Ég varð meira að segja reiður. Fannst á tímabili ekkert sjálfsagðara en að þeir menn úti í heimi sem ábyrgð bæru á þessari ósvífni, að svipta Íslendinga mikilvægum mínútum af fótboltaleik vegna einhverra fréttasendinga, yrðu tafarlaust leiddir fyrir aftökusveit.“ Ljóst er að æðið fyrir enska boltanum var komið til að vera og ekki sér fyrir endann á því æði.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira