Vorhreinsun Eyþór Arnalds skrifar 13. mars 2018 07:00 Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Viðhald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slitsterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta.Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metnaður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaugunum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætisvagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Viðhald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slitsterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta.Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metnaður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaugunum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætisvagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun