Á lokadegi landsþings Viðreisnar var kosin ný stjórn auk þess sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður flokksins og Þorsteinn Víglundsson varaformaður.
Nýja stjórn Viðreisnar skipa þau Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Sara Dögg Svanhildardóttir og Sveinbjörn Finnsson.
Friðrik Sigurðsson og Ingunn Guðmundsdóttir eru varamenn stjórnarinnar.
Landsþingið fór fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.
