Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Malmö í dag en hann gekk til lðs við sænska félagið í desember.
Malmö tók á móti Gautaborg í sænsku bikarkeppninni í dag og fór með sigur af hólmi. Sigurmarkið skoraði Lasse Nielsen eftir hornspyrnu Arnórs.
Arnór var svo tekinn af leikvelli á 54. mínútu.
Með sigrinum tryggði Malmö sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.
