Leiðréttir oddvita Framsóknar í borginni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 14:09 Guðmundur, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó segir mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir í stjórnmálaumræðunni. visir/ernireyjolfsson Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó, leiðréttir Ingvar Mar Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem ásamt flokki sínum lofar landsmönnum frítt í strætó í eitt ár. Ingvar hefur sagt að fargjaldatekjur Strætó á höfuðborgarsvæðinu séu um einn milljarður en hið rétta í málinu, segir Guðmundur, að sé 1,9 milljarðar fyrir árið 2017. Í fréttamiðlinum Eyjunni er haft eftir Ingvar Mar: „Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“ Það er þessi staðhæfing sem Guðmundur vill leiðrétta þar sem Stætó BS fær engar fargjaldatekjur af landsbyggðinni.Pawel segir höfuðborgarbúa ekki þurfa á lélegri ókeypis þjónustu heldur betri þjónustu.Hugnast ekki hugmynd FramsóknarPawel Partoszek, sem leitast við að vera ofarlega á lista Viðreisnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum, hugnast ekki hugmyndin og gagnrýnir hana í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. „Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda,“ segir Pawel. Þrátt fyrir að vilja alls ekki blanda sér í kosningabaráttuna leitast Guðmundur við að leiðrétta rangfærslur því umræðan verði að byggjast á réttum staðreyndum. Hann segir að það sé skiljanlegt að margir haldi að Strætó sé eina og sama batteríið um land allt. Það sé aftur á móti ekki rétt. Fólk geri sér jafnan ekki grein fyrir því að það eru alls konar samtök sem reka strætó á landsbyggðinni þó aksturinn sé undir merkjum Strætó. „Strætó BS eru bara gulu vagnarnir á höfuðborgarsvæðinu og er í eigu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur til útskýringar. Það séu aftur á móti svokölluð Landshlutasamtök sem reki strætó úti á landi. Þau fái aðgang að talstöðinni, þjónustuveri og heimasíðu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ákveði þær fjárhæðir sem skuli settar í Strætó og landsbyggðin fær allar tekjur af akstrinum.Stærð og umfang er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.vísir/ernirSpurður hvers vegna Akureyringum hafi tekist að hafa frítt í Strætó en höfuðborgarsvæðinu ekki segir Guðmundur: „Ef þú skoðað kerfið á Akureyri þá eru sex leiðir þar, þær aka á klukkutíma fresti, bara á virkum dögum en ef þú horfir á höfuðborgarsvæðið þá erum við með tuttugu og átta leiðir, flestir aka til tólf, sumar eitt jafnvel og tíðnin er á kortersfresti og jafnvel tíu mínútur. Stærðin og umfangið er miklu meira á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Akureyri.“Þyrfti þá alltaf að þrengja að þjónustunni ef af tilraunaverkefni af þessu tagi yrði?„Já, fargjaldatekjur okkar núna á þessu ári voru um tveir milljarðar þannig að það segir sig sjálft. Annað hvort þyrftu sveitarfélögin að setja tvo milljarða í viðbót til að skerða ekki þjónusta eða að skerða þjónustuna,“ segir Guðmundur. Hann bendir enn fremur á að þrjátíu prósent af rekstri Strætó komi fá fargjöldum og að fargjöldin sjálf séu niðurgreidd um sjötíu prósent. „Við fáum engar tekjur af landsbyggðinni. Við vildum tryggja það að umræðan sé ekki á villigötum og að staðreyndir séu réttar,“ segir Guðmundur.Biðst afsökunar á rangfærslum en stendur við gefin loforðIngvar Mar Jónsson, hefur beðist afsökunar á að hafa óvart farið rangt með staðreyndir í umfjöllun sinni um samgöngur. Á Facebooksíðu sinni segir Ingvar „Ég biðst afsökunar á þessum mistökum og þau leiðréttast hér með.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta ætli Framsóknarfólk að standa við tillögu sína um að hafa gjaldfrjálsan Strætó í eitt ár. Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó, leiðréttir Ingvar Mar Jónsson, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem ásamt flokki sínum lofar landsmönnum frítt í strætó í eitt ár. Ingvar hefur sagt að fargjaldatekjur Strætó á höfuðborgarsvæðinu séu um einn milljarður en hið rétta í málinu, segir Guðmundur, að sé 1,9 milljarðar fyrir árið 2017. Í fréttamiðlinum Eyjunni er haft eftir Ingvar Mar: „Það kostar nær einum milljarði að hafa frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu því fargjaldatekjur strætó upp á 2 milljarða eiga við um allar ferðir strætó, semsagt líka út á land.“ Það er þessi staðhæfing sem Guðmundur vill leiðrétta þar sem Stætó BS fær engar fargjaldatekjur af landsbyggðinni.Pawel segir höfuðborgarbúa ekki þurfa á lélegri ókeypis þjónustu heldur betri þjónustu.Hugnast ekki hugmynd FramsóknarPawel Partoszek, sem leitast við að vera ofarlega á lista Viðreisnar í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum, hugnast ekki hugmyndin og gagnrýnir hana í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. „Þar sem almenningssamgöngur eru góðar kosta þær sitt. Strætófarþegar í Reykjavík þurfa ekki lélegri, ókeypis þjónustu. Þeir þurfa betri þjónustu. Þótt það geti verið allt í lagi að fella niður fargjöld tímabundið sem part af einhverju markaðsátaki er tómt mál að ætla sér að að efla almenningssamgöngur ef menn ætla í leiðinni afþakka tekjur af fargjöldum notenda,“ segir Pawel. Þrátt fyrir að vilja alls ekki blanda sér í kosningabaráttuna leitast Guðmundur við að leiðrétta rangfærslur því umræðan verði að byggjast á réttum staðreyndum. Hann segir að það sé skiljanlegt að margir haldi að Strætó sé eina og sama batteríið um land allt. Það sé aftur á móti ekki rétt. Fólk geri sér jafnan ekki grein fyrir því að það eru alls konar samtök sem reka strætó á landsbyggðinni þó aksturinn sé undir merkjum Strætó. „Strætó BS eru bara gulu vagnarnir á höfuðborgarsvæðinu og er í eigu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur til útskýringar. Það séu aftur á móti svokölluð Landshlutasamtök sem reki strætó úti á landi. Þau fái aðgang að talstöðinni, þjónustuveri og heimasíðu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en ákveði þær fjárhæðir sem skuli settar í Strætó og landsbyggðin fær allar tekjur af akstrinum.Stærð og umfang er mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri.vísir/ernirSpurður hvers vegna Akureyringum hafi tekist að hafa frítt í Strætó en höfuðborgarsvæðinu ekki segir Guðmundur: „Ef þú skoðað kerfið á Akureyri þá eru sex leiðir þar, þær aka á klukkutíma fresti, bara á virkum dögum en ef þú horfir á höfuðborgarsvæðið þá erum við með tuttugu og átta leiðir, flestir aka til tólf, sumar eitt jafnvel og tíðnin er á kortersfresti og jafnvel tíu mínútur. Stærðin og umfangið er miklu meira á höfuðborgarsvæðinu heldur en á Akureyri.“Þyrfti þá alltaf að þrengja að þjónustunni ef af tilraunaverkefni af þessu tagi yrði?„Já, fargjaldatekjur okkar núna á þessu ári voru um tveir milljarðar þannig að það segir sig sjálft. Annað hvort þyrftu sveitarfélögin að setja tvo milljarða í viðbót til að skerða ekki þjónusta eða að skerða þjónustuna,“ segir Guðmundur. Hann bendir enn fremur á að þrjátíu prósent af rekstri Strætó komi fá fargjöldum og að fargjöldin sjálf séu niðurgreidd um sjötíu prósent. „Við fáum engar tekjur af landsbyggðinni. Við vildum tryggja það að umræðan sé ekki á villigötum og að staðreyndir séu réttar,“ segir Guðmundur.Biðst afsökunar á rangfærslum en stendur við gefin loforðIngvar Mar Jónsson, hefur beðist afsökunar á að hafa óvart farið rangt með staðreyndir í umfjöllun sinni um samgöngur. Á Facebooksíðu sinni segir Ingvar „Ég biðst afsökunar á þessum mistökum og þau leiðréttast hér með.“ Hann segir að þrátt fyrir þetta ætli Framsóknarfólk að standa við tillögu sína um að hafa gjaldfrjálsan Strætó í eitt ár.
Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent