Börnin að tapa móðurmálinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2018 07:00 Arleta og Adam fluttu hingað til lands árið 2014 og eru nú búsett á Hellu. Vísir/Stefán „Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
„Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira