Var 17 ára þegar fjölskyldan snéri við honum baki vegna kynhneigðar hans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 19:30 Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu. Flóttamenn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu.
Flóttamenn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira