Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 16:38 Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Vísir Páskahelgin er nú handan við hornið en hún hefur löngum verið ein stærsta ferðahelgi ársins meðal Íslendinga. Landsmenn nota margir tækifærið og skella sér til útlanda eða í sumarbústað yfir páska – og standa því heimili þeirra auð á meðan. Margir hyggjast því e.t.v. gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa, sem sjá sér gjarnan leik á borði þegar heimili standa mannlaus yfir hátíðar, og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim málum. Þá er líklegt að innbrot séu landsmönnum sérstaklega ofarlega í huga þessi misserin en töluvert hefur verið fjallað um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Fimm sitja enn þá í gæsluvarðhaldi vegna málsins en á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 50 í febrúar. Þá er verðmæti stolinna muna talið hlaupa á milljónum.Gott að láta fjölskylduna vita þegar haldið er í ferðalag Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að margt sé hægt að gera til að verja heimili ágangi innbrotsþjófa. „Maður veit aldrei með þessa þjófa, hverju þeir taka upp á, og kannski sérstaklega núna þegar margir frídagar eru framundan og margir á leið erlendis og í bústað.“ Skúli segir að mikilvægt sé að loka öllu tryggilega, dyrum og gluggum, þegar haldið er í ferðalag en innbrotsþjófar virðast margir hafa smeygt sér í gegnum glugga við iðju sína. Þá geti einnig komið sér mjög vel að láta aðra vita ef ferðalag er á dagskrá, sem furðumargir hafa ekki tileinkað sér, að sögn Skúla.Sjá einnig: Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár „Þetta snýst um það, eins og við höfum verið að tala um undanfarið, hvernig þú skilur við heimili þitt. Að sjálfsögðu er gott að loka öllu vel og láta nágranna vita af ferðalaginu. Og svo ef eitthvað kemur upp á að þá séu mamma, pabbi eða systkini með lykil,“ segir Skúli. „Við sáum það í einu innbrotinu að fólkið kom heim eftir tvær vikur og þá var enginn búinn að líta eftir húsinu. Ef maður er með ágætt bakland þá er lykilatriði að láta líta eftir húsinu sínu, þó það væri ekki nema ef ofn fer að leka.“ Mikilvægt að vita hvað maður á Skúli leggur einnig ríka áherslu á að fá nágranna í lið með sér. Hægt sé að fá þá til að henda rusli í ruslatunnur svo þær séu ekki grunsamlega tómar, leggja bílum sínum öðru hvoru í stæðið sem stendur autt í fjarveru húsráðanda og ýta dagblöðunum alveg inn um lúguna. Þá hafi einfaldar myndavélar, sem fólk hefur sett upp heima hjá sér, oft komið að góðum notum við rannsókn á innbrotum. Auk þess sé gott að reyna að hafa verðmæti ekki sýnileg og vera með stöðuna á innbúinu á hreinu ef eiga þarf við tryggingafélög í kjölfar innbrots. „Það er líka mikilvægt að vita hvað maður á. Við erum flest tryggð en síðan þegar maður verður fyrir einhverju þá hefur ekki farið fram mat á eignum í mörg ár, en búið að versla ýmislegt síðan,“ segir Skúli. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Sjá meira
Páskahelgin er nú handan við hornið en hún hefur löngum verið ein stærsta ferðahelgi ársins meðal Íslendinga. Landsmenn nota margir tækifærið og skella sér til útlanda eða í sumarbústað yfir páska – og standa því heimili þeirra auð á meðan. Margir hyggjast því e.t.v. gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa, sem sjá sér gjarnan leik á borði þegar heimili standa mannlaus yfir hátíðar, og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim málum. Þá er líklegt að innbrot séu landsmönnum sérstaklega ofarlega í huga þessi misserin en töluvert hefur verið fjallað um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Fimm sitja enn þá í gæsluvarðhaldi vegna málsins en á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 50 í febrúar. Þá er verðmæti stolinna muna talið hlaupa á milljónum.Gott að láta fjölskylduna vita þegar haldið er í ferðalag Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að margt sé hægt að gera til að verja heimili ágangi innbrotsþjófa. „Maður veit aldrei með þessa þjófa, hverju þeir taka upp á, og kannski sérstaklega núna þegar margir frídagar eru framundan og margir á leið erlendis og í bústað.“ Skúli segir að mikilvægt sé að loka öllu tryggilega, dyrum og gluggum, þegar haldið er í ferðalag en innbrotsþjófar virðast margir hafa smeygt sér í gegnum glugga við iðju sína. Þá geti einnig komið sér mjög vel að láta aðra vita ef ferðalag er á dagskrá, sem furðumargir hafa ekki tileinkað sér, að sögn Skúla.Sjá einnig: Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár „Þetta snýst um það, eins og við höfum verið að tala um undanfarið, hvernig þú skilur við heimili þitt. Að sjálfsögðu er gott að loka öllu vel og láta nágranna vita af ferðalaginu. Og svo ef eitthvað kemur upp á að þá séu mamma, pabbi eða systkini með lykil,“ segir Skúli. „Við sáum það í einu innbrotinu að fólkið kom heim eftir tvær vikur og þá var enginn búinn að líta eftir húsinu. Ef maður er með ágætt bakland þá er lykilatriði að láta líta eftir húsinu sínu, þó það væri ekki nema ef ofn fer að leka.“ Mikilvægt að vita hvað maður á Skúli leggur einnig ríka áherslu á að fá nágranna í lið með sér. Hægt sé að fá þá til að henda rusli í ruslatunnur svo þær séu ekki grunsamlega tómar, leggja bílum sínum öðru hvoru í stæðið sem stendur autt í fjarveru húsráðanda og ýta dagblöðunum alveg inn um lúguna. Þá hafi einfaldar myndavélar, sem fólk hefur sett upp heima hjá sér, oft komið að góðum notum við rannsókn á innbrotum. Auk þess sé gott að reyna að hafa verðmæti ekki sýnileg og vera með stöðuna á innbúinu á hreinu ef eiga þarf við tryggingafélög í kjölfar innbrots. „Það er líka mikilvægt að vita hvað maður á. Við erum flest tryggð en síðan þegar maður verður fyrir einhverju þá hefur ekki farið fram mat á eignum í mörg ár, en búið að versla ýmislegt síðan,“ segir Skúli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45