Borgarbúar njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun