Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 26. mars 2018 12:42 Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. VÍSIR/GVA Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04