Lars Lagerbäck: Ég er pirraður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 12:30 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn