Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 08:19 Facebook hefur einnig átt í vök að verjast eftir uppljóstranir um hvernig Cambridge Analytica gat notað persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda. Vísir/AFP Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum.
Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45