Ryan Taylor, leikmaður ÍR, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa gefið Hlyni Bæringssyni þungt höfuðhögg í leik ÍR og Stjörnunnar í vikunni en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í málinu í dag.
Þetta þýðir að Ryan Taylor missir af fjórða leiknum í einvígi Stjörnunnar og ÍR sem fer fram í vikunni en í þeim leik getur ÍR tryggt sig áfram. Ef svo fer að ÍR kemst áfram mun Taylor einnig missa af tveimur fyrstu leikjum næsta einvígis.
Í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni sagði Hlynur Bæringsson að honum þætti það ólíklegt að Taylor myndi spila aftur á tímabilinu eftir þetta brot en nú er ljóst að ef ÍR kemst áfram eru ennþá líkur á því að Taylor spili aftur.
Hér er hægt að sjá atvikið.
Ryan Taylor í þriggja leikja bann

Tengdar fréttir

Hlynur Bærings: Á ekki von á að Ryan Taylor spili meira
Hlynur Bæringsson hefur ekki trú á að Ryan Taylor spili meira fyrir ÍR í úrslitakeppninni.

Dómaranefnd kærði brot Ryan Taylor
Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið í samræmi við dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld að kæra atvik sem átti sér stað í þeim leik þar sem Ryan Taylor virtist slá Hlyn Bæringsson í höfuðið.

Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun?
Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld.