Orri Sigurður Ómarsson er genginn til liðs við norska 1. deildarliðið Ham-Kam á láni.
Í janúar gekk Orri Sigurður til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Sarpsborg frá Val. Hann var ekki í leikmannahópi Sarpsborg í fyrstu tveimur leikjum liðsins á þessu tímabili og hefur liðið nú ákveðið að lána hann til Ham-Kam.
Norska 1. deildin hefst 2. apríl og verður Orri kominn með leikheimild fyrir Ham-Kam þegar liðið mætir Ullensaker/Kisa í fyrstu umferð. Ham-Kam eru nýliðar í deildinni eftir að hafa unnið norsku 2. deildina í fyrra.
Orri Sigurður var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals áður en hann gekk til liðs við Sarpsborg. Hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Ísland.
Orri Sigurður til Ham-Kam
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
