Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:30 Hlynur Bæringsson hefur verið frábær í einvígi Stjörnunnar og ÍR, sem og allt tímabilið í Domino's deildinni. Vísir/Andri Marinó Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56
„Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34