Bónusgreiðslur hífðu upp forstjóralaun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Árslaun Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, námu tæpum 103 milljónum í fyrra og hafa hækkað um 41 prósent frá árinu 2014. Hækkun milli ára skýrist af bónusgreiðslum vegna afkomu félagsins 2016. Vísir/stefán Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eimskips, sem námu nærri 103 milljónum króna á síðasta ári, hafa hækkað um 41 pró- sent eða ríflega 30 milljónir króna frá árinu 2014. Heildargreiðslur til forstjórans hækkuðu um tæp níu prósent árið 2017 frá fyrra ári en þar munar mest um rúmlega 8,9 milljónir króna í árangurstengdar greiðslur vegna ársins 2016. Hærri árangurstengdar greiðslur til forstjórans í fyrra má rekja til bættrar afkomu Eimskips árið 2016 þegar félagið skilaði 21,9 milljónum evra í hagnað samanborið við 17,8 milljónir árið 2015. Á árinu 2017 dróst hagnaður félagsins þó aftur saman og nam 16,8 milljónum evra. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip kom ekki til bónusgreiðslna vegna afkomu ársins 2017, þar sem stjórnendur höfðu ekki náð settum markmiðum í rekstri. Upplýsingar um laun og hlunnindi eru sundurliðaðar í ársreikningi Eimskips en til hlunninda teljast árangurstengdar greiðslur, ferðapeningur, framlag í lífeyrissjóði og húsnæðis- og bifreiðahlunnindi. Samkvæmt ársreikningum Eimskips hafa grunnlaun forstjórans hækkað úr 55,9 milljónum árið 2014 í 67,4 milljónir í fyrra, eða um 11,5 milljónir. Miðað við grunnlaun voru mánaðarlaun forstjórans 5,6 milljónir í fyrra, en með hlunnindum námu þau 8,6 milljónum. Launaskrið hefur sömuleiðis verið hjá öðrum yfirstjórnendum félagsins. Laun og hlunnindi sex framkvæmdastjóra Eimskips námu alls 245,4 milljónum króna í fyrra samanborið við 191,8 milljónir árið áður. Grunnlaun þeirra hækkuðu um 15,5 prósent milli ára eða sem nemur 22,8 milljónum króna en mest munar um 69 prósenta hækkun á hlunnindalið vegna bónusgreiðslna sem námu alls 30,7 milljónum. Hækkun á launum og hlunnindum framkvæmdastjóranna nemur alls um 28 prósentum eða sem nemur 53,5 milljónum króna milli ára. Hlutabréfaverð Eimskipafélags Íslands hf. er nánast á sama stað í dag og við skráningu undir lok árs 2012 en fyrir aðalfundi félagsins sem fram fór í gær lá fyrir tillaga um að greiða hluthöfum félagsins 1.269 milljónir króna í arð. Sex lífeyrissjóðir eru meðal tíu stærstu hluthafa Eimskips. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafi félagsins með 13,9 prósenta eignarhlut en Gildi lífeyrissjóður er fjórði stærsti með rúm 9,4 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09