Kjaramál

Fréttamynd

Samherjahjónin fyrr­verandi langtekjuhæst

Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sunn­eva veltir Evu Ruzu úr sessi

Sunneva Eir Einarsdóttir er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda í ár og hefur hún þar með velt Evu Ruzu Miljevic úr efsta sætinu. Á eftir þeim koma Birgitta Líf Björnsdóttir, Páll Orri Pálsson og Reynir Bergmann.

Lífið
Fréttamynd

Flug­þjónar Air Canada bjóða yfir­völdum birginn

Forsvarsmenn stéttarfélags flugþjóna Air Canada segja félagsmenn sína ekki munu snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir fyrirskipanir yfirvalda þar að lútandi. Flugþjónarnir lögðu niður störf á laugardagsmorgun og um það bil 1.400 flugferðir voru felldar niður um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Bíða þess enn að ráð­herra svari neyðarkalli um mönnun

Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Sál­fræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hefur ekkert breyst þrátt fyrir kosningaloforð Viðreisnar um að bæta úr stöðu mála, að sögn formanns Sálfræðingafélagsins, sem telur samning Sjúkratrygginga Íslands við hið opinbera hvorki veita sálfræðingum næg kjör né sjúklingum næga þjónustu. Viðtal hjá sjálfræðingi er dýrt og sumir leita frekar á náðir gervigreindar heldur en sérfræðinga, en því fylgir áhætta.

Innlent
Fréttamynd

Til varnar jafnlaunavottun

Nú stendur endurskoðun laga um jafnlaunavottun fyrir dyrum. Markmiðið er „að einfalda gildandi jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana í ljósi fenginnar reynslu. Gera ferlið skilvirkara, hagkvæmara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess fyrir fyrirtæki og stofnanir...“

Skoðun
Fréttamynd

Þrýst á flug­menn Land­helgis­gæslunnar meðan samningar tefjist

Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir Landhelgisgæsluna þrýsta á flugmenn sína að standa vaktir þó þeir séu búnir með hámarksvakttíma, séu í veikindum eða orlofi. Slíkt gangi gegn öllum reglum varðandi flugöryggi og réttindi flugmanna. Viðræður um nýjan kjarasamning flugmanna gæslunnar hafa staðið yfir í fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Læknanemar fái víst launa­hækkun

Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Lækna­nemar látnir borga hagræðingarbrúsann

Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum.

Innlent
Fréttamynd

Laun kvenna og karla í aðildar­félögum ASÍ og BSRB árið 2024

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Til­raun langtíma­kjara­samninga hafi mis­tekist

Formaður VR segir að verðbólgutölur dagsins þýði að tilraunin sem lagt var upp með í síðustu kjarasamningum hafi mistekist. Segir hún að í fyrra hafi launafólk fallist á launahækkanir vel undir verðbólgu, í trausti þess að fyrirtæki myndu halda aftur af verðhækkunum.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn ekki svo heppnir að fá tvö­föld laun

Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök.

Innlent
Fréttamynd

List­nám er lífs­björg – opið bréf til ráð­herra mennta, fé­lags og heil­brigðis­mála, til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. 

Skoðun
Fréttamynd

Nýbakaðir for­eldrar og óbökuð lof­orð

Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna.

Skoðun
Fréttamynd

Bíl­stjóri ráð­herra lagði ríkið

Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. 

Innlent
Fréttamynd

Kjara­samningar undir­ritaðir fyrir nær allt launa­fólk

Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir ljóst að SVEIT hafi eitt­hvað að fela

Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SVEIT kærir dag­sektir Samkeppniseftirlitsins

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­rún spyr um há laun æðstu ráða­manna

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent.

Innlent