Umjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 26-38 | FH endar í 3.sæti eftir stórsigur á Stjörnunni Smári Jökull Jónsson í Ásgarði í Garðabæ skrifar 21. mars 2018 23:45 Óðinn Þór Ríkharðsson. Vísir/Anton FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. Leikurinn var hraður til að byrja með og mikið skorað. Jafnt var á með liðunum og staðan jöfn 11-11 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þá settu FH-ingar í næsta gír. Þeir fóru að skora mikið úr hraðaupphlaupum með Óðin Þór Ríkharðsson fremstan í flokki. Þeir skoruðu átta mörk gegn þremur fram að hálfleik og staðan þá 19-14. Í seinni hálfleik skildu svo leiðir endanlega. Stjarnan mætti með hálf vængbrotið lið til leiks og þá er getumunurinn einfaldlega of mikill á þessum tveimur liðum. Einar Rafn Eiðsson fór mikinn í síðari hálfleik og þá átti Ágúst Elí Björgvinsson ágæta spretti í markinu. FH skoraði og skoraði. Þeir komust mest þrettán mörkum yfir og lokatölur urðu 38-26.Af hverju vann FH? FH lék að mestu vel í dag þrátt fyrir að vörnin hafi verið götótt í upphafi og markvarslan þá lítil. Þeir unnu mikið af boltum í vörninni og hraðaupphlaupin skiluðu mörkum. Það verður einnig að taka með í myndina að Stjarnan leikur án Arons Dags Pálssonar og þá lék Egill Magnússon lítið í síðari hálfleik vegna meiðsla. Stjarnan má ekki við svona skakkaföllum gegn jafn sterku liði og FH.Þessir stóðu uppr úr:Einar Rafn og Óðinn Þór voru mjög góðir hjá FH og þá átti Ásbjörn Friðriksson sömuleiðis ágætan leik. Jóhann Birgir skoraði nokkur góð mörk en var stundum full kærulaus í sókninni þegar hann reyndi að koma boltanum á línuna. Hjá Stjörnunni var Garðar Sigurjónsson góður í fyrri hálfleik og nýtti færin sín vel. Ari Magnús Þorgeirsson skoraði 5 mörk og ógnar vel sóknarlega en hefur oft spilað betur.Hvað gekk illa?Eins og stigaskorið sýnir var margt að í leik Stjörnunnar. Vörnin var slök nær allan tímann og markvarslan lítil sem engin. Í sókninni töpuðu þeim mörgum boltum og fyrir það refsuðu FH-ingar. FH vörnin byrjaði illa og þá skoruðu Stjörnumenn mikið af mörkum.Hvað gerist næst?Framundan er landsleikjapása en síðan tekur við úrslitakeppnin í öllu sínu veldi. FH er með töluvert marga leikmenn sem verða í landsliðsverkefnum með B-landsliðinu og geta því nýtt pásuna takmarkað. FH mætir Aftureldingu í 8-liða úrslitum og verða að teljast sigurstranglegri fyrir þá viðureign. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður væntanlega kominn í ágætis stand þegar þeir leikir byrja og FH sýndi takta í dag sem hafa lítið sést frá því fyrir áramót. Stjarnan eru ekki öfundsverðir af sínu verkefni en þeir mæta Selfyssingum sem rétt misstu af deildarmeistaratitlinum í hendur ÍBV. Einar Jónsson þjálfari liðisns sagði að þeir myndu væntanlega endurheimta einhverja af sínum mönnum sem eru meiddir og það er nauðsynlegt fyrir Garðbæinga fyrir leikina gegn Selfossi. Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svonaHalldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum..vísir/eyþór„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Einar: Við þurfum að ná mannskapnum heilumEinar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri MarinóEinar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki ánægður með leik sinna manna í stórtapinu gegn FH í dag og sagði liðið einfaldlega ekki hafa nægilega breidd til að bregðast við meiðslum lykilmanna. „Vörnin var léleg í dag og ég hefði viljað sjá betra hugarfar hjá okkur. Við ætluðum að koma öflugir inn varnarlega og við vorum langt frá því í dag, það verður bara að segjast eins og er.“ „Við erum fáliðaðir og að glíma við meiðsli. Breiddin í hópnum er ekki gríðarlega mikil eins og staðan er í dag. Við endum með hornamenn fyrir utan, við erum með tvo útileikmenn í hópnum síðustu 30 mínúturnar og gegn svona frábæru liði er það erfitt. Því fór sem fór, lítið við því að segja,“ bætti Einar við. Aron Dagur Pálsson fingurbrotnaði fyrir skömmu og þá á stórskyttan Egill Magnússon einnig við meiðsli að stríða. Einar er þó bjartsýnn á þátttöku þeirra í úrslitakeppninni. „Aron Dagur verður vonandi orðinn klár. Egill er búinn að vera að glíma við meiðsli og hann fann mikið til í hálfleik og við vildum ekki tefla á tvær hættur með það. Birgir stóð eftir sem eini rétthenti útileikmaðurinn og hann er í 3.flokki. Ég á von á öllum heilum og klárum í úrslitakeppnina. Það verður gaman að taka þátt í henni og við verðum flottir þar.“ Þegar viðtalið var tekið skömmu eftir leik lá ekki ljóst fyrir hvort FH eða Selfoss yrði mótherji Stjörnunnar í 8-liða úrslitunum. Einar var á því að litlu skipti hvoru liðinu þeir myndu mæta. „Nei, FH er búið að vera yfirburðalið framan af og Selfoss heitasta liðið á landinu í dag. Það er ekkert hægt að segja að þetta séu óskamótherjar. Maður verður að taka því sem kemur og við höfum góðan tíma til að undirbúa okkur núna. Þetta eru tvö af þremur bestu liðum landsins og það verður ekkert grín að mæta öðru þeirra.“ „Þetta snýst um okkur og við þurfum að ná mannskapnum heilum. Ef við gerum það þá getum við unnið öll liðin í þessu, það er bara þannig,“ sagði Einar Jónsson að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum." 21. mars 2018 23:39
FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. Leikurinn var hraður til að byrja með og mikið skorað. Jafnt var á með liðunum og staðan jöfn 11-11 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þá settu FH-ingar í næsta gír. Þeir fóru að skora mikið úr hraðaupphlaupum með Óðin Þór Ríkharðsson fremstan í flokki. Þeir skoruðu átta mörk gegn þremur fram að hálfleik og staðan þá 19-14. Í seinni hálfleik skildu svo leiðir endanlega. Stjarnan mætti með hálf vængbrotið lið til leiks og þá er getumunurinn einfaldlega of mikill á þessum tveimur liðum. Einar Rafn Eiðsson fór mikinn í síðari hálfleik og þá átti Ágúst Elí Björgvinsson ágæta spretti í markinu. FH skoraði og skoraði. Þeir komust mest þrettán mörkum yfir og lokatölur urðu 38-26.Af hverju vann FH? FH lék að mestu vel í dag þrátt fyrir að vörnin hafi verið götótt í upphafi og markvarslan þá lítil. Þeir unnu mikið af boltum í vörninni og hraðaupphlaupin skiluðu mörkum. Það verður einnig að taka með í myndina að Stjarnan leikur án Arons Dags Pálssonar og þá lék Egill Magnússon lítið í síðari hálfleik vegna meiðsla. Stjarnan má ekki við svona skakkaföllum gegn jafn sterku liði og FH.Þessir stóðu uppr úr:Einar Rafn og Óðinn Þór voru mjög góðir hjá FH og þá átti Ásbjörn Friðriksson sömuleiðis ágætan leik. Jóhann Birgir skoraði nokkur góð mörk en var stundum full kærulaus í sókninni þegar hann reyndi að koma boltanum á línuna. Hjá Stjörnunni var Garðar Sigurjónsson góður í fyrri hálfleik og nýtti færin sín vel. Ari Magnús Þorgeirsson skoraði 5 mörk og ógnar vel sóknarlega en hefur oft spilað betur.Hvað gekk illa?Eins og stigaskorið sýnir var margt að í leik Stjörnunnar. Vörnin var slök nær allan tímann og markvarslan lítil sem engin. Í sókninni töpuðu þeim mörgum boltum og fyrir það refsuðu FH-ingar. FH vörnin byrjaði illa og þá skoruðu Stjörnumenn mikið af mörkum.Hvað gerist næst?Framundan er landsleikjapása en síðan tekur við úrslitakeppnin í öllu sínu veldi. FH er með töluvert marga leikmenn sem verða í landsliðsverkefnum með B-landsliðinu og geta því nýtt pásuna takmarkað. FH mætir Aftureldingu í 8-liða úrslitum og verða að teljast sigurstranglegri fyrir þá viðureign. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður væntanlega kominn í ágætis stand þegar þeir leikir byrja og FH sýndi takta í dag sem hafa lítið sést frá því fyrir áramót. Stjarnan eru ekki öfundsverðir af sínu verkefni en þeir mæta Selfyssingum sem rétt misstu af deildarmeistaratitlinum í hendur ÍBV. Einar Jónsson þjálfari liðisns sagði að þeir myndu væntanlega endurheimta einhverja af sínum mönnum sem eru meiddir og það er nauðsynlegt fyrir Garðbæinga fyrir leikina gegn Selfossi. Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svonaHalldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum..vísir/eyþór„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Einar: Við þurfum að ná mannskapnum heilumEinar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Andri MarinóEinar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki ánægður með leik sinna manna í stórtapinu gegn FH í dag og sagði liðið einfaldlega ekki hafa nægilega breidd til að bregðast við meiðslum lykilmanna. „Vörnin var léleg í dag og ég hefði viljað sjá betra hugarfar hjá okkur. Við ætluðum að koma öflugir inn varnarlega og við vorum langt frá því í dag, það verður bara að segjast eins og er.“ „Við erum fáliðaðir og að glíma við meiðsli. Breiddin í hópnum er ekki gríðarlega mikil eins og staðan er í dag. Við endum með hornamenn fyrir utan, við erum með tvo útileikmenn í hópnum síðustu 30 mínúturnar og gegn svona frábæru liði er það erfitt. Því fór sem fór, lítið við því að segja,“ bætti Einar við. Aron Dagur Pálsson fingurbrotnaði fyrir skömmu og þá á stórskyttan Egill Magnússon einnig við meiðsli að stríða. Einar er þó bjartsýnn á þátttöku þeirra í úrslitakeppninni. „Aron Dagur verður vonandi orðinn klár. Egill er búinn að vera að glíma við meiðsli og hann fann mikið til í hálfleik og við vildum ekki tefla á tvær hættur með það. Birgir stóð eftir sem eini rétthenti útileikmaðurinn og hann er í 3.flokki. Ég á von á öllum heilum og klárum í úrslitakeppnina. Það verður gaman að taka þátt í henni og við verðum flottir þar.“ Þegar viðtalið var tekið skömmu eftir leik lá ekki ljóst fyrir hvort FH eða Selfoss yrði mótherji Stjörnunnar í 8-liða úrslitunum. Einar var á því að litlu skipti hvoru liðinu þeir myndu mæta. „Nei, FH er búið að vera yfirburðalið framan af og Selfoss heitasta liðið á landinu í dag. Það er ekkert hægt að segja að þetta séu óskamótherjar. Maður verður að taka því sem kemur og við höfum góðan tíma til að undirbúa okkur núna. Þetta eru tvö af þremur bestu liðum landsins og það verður ekkert grín að mæta öðru þeirra.“ „Þetta snýst um okkur og við þurfum að ná mannskapnum heilum. Ef við gerum það þá getum við unnið öll liðin í þessu, það er bara þannig,“ sagði Einar Jónsson að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum." 21. mars 2018 23:39
Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum." 21. mars 2018 23:39
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti