Viðskipti innlent

Vilja opna hag­fræði­deildina

Hörður Ægisson skrifar
Stúdentar í Háskóla Íslands. Hagfræði er vaxandi grein hér á landi.
Stúdentar í Háskóla Íslands. Hagfræði er vaxandi grein hér á landi. Vísir/Valli
Boðið verður upp á MA-nám í hagnýtri hagfræði í fyrsta skipti í hagfræðideild Háskóla Íslands nú næsta haust. Ásgeir Jónsson, forseti deildarinnar, segir námið einkum ætlað þeim sem hafa lokið grunnnámi í öðrum greinum en hagfræði og vilja öðlast hagnýta þekkingu á faginu, meðal annars til þess að auka möguleika sína á vinnumarkaði.

Skyldukúrsar verði fremur fáir og nemendum gefið frelsi til þess að raða saman valkúrsum innan og utan deildar, til dæmis í fjármálum og viðskiptafræði. Ásgeir segir hagfræði vera mjög vaxandi grein hér á landi.

„Hún hefur enda svör á reiðum höndum við öllum vandamálum samtímans. Við viljum því opna deildina og gera fleirum kleift að sækja sér þekkingu til okkar og MA-nám er einn liður í því. Samhliða þessum nýju áherslum höfum við tekið upp 6-7 vikna lotukerfi í kennslu í stað hefðbundinnar 13 vikna námsannar þar sem nemendur taka aðeins tvo kúrsa í hverri lotu. Þetta nýja fyrirkomulag skerpir fókusinn á náminu og við getum nýtt fyrstu námslotuna til þess að byggja undirstöðu í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði ásamt því að fara yfir þá stærðfræði og tölfræði sem nauðsynleg er fyrir námið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×