Lewis hefur verið á reynslu hjá FH en Vísir greindi frá því í febrúar að hann væri með félaginu í æfingaferð á Marbella á Spáni.
Lewis er fæddur árið 1995 og kemur frá Bermuda. Hann var áður á mála hjá New York Red Bulls.
Zeiko Lewis er genginn í raðir FH. Hann skrifaði í dag undir samning við FH sem gildir út tímabilið 2018. Velkominn í Kaplakrika Zeiko Lewis. #ViðerumFH#fotboltinetpic.twitter.com/iO7Jjb0Sw0
— FHingar.net (@fhingar) March 21, 2018
Zeiko Lewis er fæddur á Bermúda og hefur spilað 14 landsleiki fyrir þjóð sína. Mörkin hans fjögur komu á móti Grænlandi, Falklandseyjum og Bahamaeyjum.