Höddi Magg veislustjóri hjá KA: „Lokatækifæri mitt að gera upp 1989“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 13:00 Hörður Magnússon. Stöð 2 Sport Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á laugardaginn kemur þegar KA-menn halda herrakvöld KA. Veislustjórinn er Hörður Magnússon og ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson. Hörður starfar nú sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og hefur stýrt Pepsi-mörkunum með glæsibrag til fjölda ára. KA-menn hafa orðið einu sinni Íslandsmeistarar í fótbolta og það var sumarið 1989 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Þetta var líka þegar umræddur Hörður Magnússon komst næst því að verða Íslandsmeistari. Hörður Magnússon er einn af markahæstur leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi en hann skoraði 87 mörk í 189 leikjum en nær allir voru þeir fyrir FH. FH varð aldrei Íslandsmeistari með hann innanborðs en hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn átta sinnum frá árinu 2004. Hörður átti frábært sumar í B-deildinni 2000 þegar FH komst aftur upp í efstu deild og lagði grunninn að velgengni liðsins á næstu áratugum á eftir. „Var beðinn um að vera veislustjóri hjá KA á laugardaginn kemur. Þáði boðið. Lokatækifæri mitt að gera upp 1989. Ekki seinna vænna. Annars er tilhlökkun hef gert lítið af þessu en í KA er mikið af óvenju greindu fólki,“ sagði Hörður inn á fésbókinni. Sumarið 1989 komust Hörður og félagar hans í FH svo grátlega nálægt því að verða Íslandsmeistarar. Hörður sjálfur átti frábært tímabil og varð markakóngur deildarinnar með 12 mörk í 18 leikjum en hann skoraði þremur mörkum meira en næsti maður. Hörður varð síðan einnig markakóngur 1990 og 1991. FH var með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina 16. september 1989 þar sem liðið mætti botnliði Fylkis á heimavelli. Sigur í þeim leik og titilinn væri þeirra. FH komst í 1-0 strax á 3. mínútu leiksins en Fylkismenn jöfnuðu þrettán mínútum síðar og hinn sautján ára gamli Kristinn Tómasson tryggði Fylki síðan 2-1 sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. KA-menn nýttu sér þetta, sóttu 2-0 sigur í Keflavík og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Þjálfari þeirra var einmitt Guðjón Þórðarson sem er annar ræðumaður herrakvöldsins. Hörður hefur húmor fyrir þessu nú næstum því 30 árum síðar og ætlar eins og áður sagði að gera upp 1989 á hinu margfræga herrakvöldi KA á laugardaginn. Hörður Magnússon er annars á fullu að undirbúa Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport sem munu fjalla ítarlega um Pepsi-deildina í sumar en þar er von á einhverjum skemmtilegum nýjungum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti