Fordæmi Hawkings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. mars 2018 07:00 „Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
„Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun