Tók ekki þátt í sandkassaleik þjálfarans Hjörvar Ólafsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira