Sautján ára stúlkan sem lögregla lýsti eftir í gær er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Í tilkynningu sinni vakti lögregla sérstaka athygli á því að það væri refsivert að aðstoða eða stuðla að því að börn komi sé undan forræði foreldra sinna.
Lögregla þakkar fyrir ábendingar og upplýsingar sem bárust vegna leitar að stúlkunni.
Fréttin var uppfærð 1. apríl klukkan 17:15 eftir að stúlkan kom í leitirnar.
Stúlkan sem lögregla lýsti eftir komin í leitirnar
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
