Nokkur hundruð manns vísað frá Reykjadal Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 31. mars 2018 14:00 Eins og sjá má eru sum svæði í Reykjadal forarsvað eitt. mynd/Umhverfisstofnun Nokkur hundruð manns hefur verið vísað frá á Reykjadalssvæðinu það sem af er degi. Svæðinu var lokað til þess að vernda umhverfi og gróður. Umhverfisstofnun hefur verið með tvo starfsmenn á svæðinu í dag „Þetta hefur gengið nokkuð vel við erum búin að loka svæðinu með búkkum og búin að setja upp nokkur skilti. Fólk tekur vel í þetta og skilur að þetta sé vegna gróðurverndar,“ segir Valdimar Kristjánsson hjá Umhverfisstofnun sem er á svæðinu.Lang mest fólk á einkabílum Valdimar segir þetta vera mest megnis túristar á einkabílum sem koma og þeir verði að snúa við. „Þetta er lang mest fólk á einkabílum. Við sendum tilkynningu á alla helstu hagsmunaaðila og útivistarfyrirtæki í ferðaþjónustunni,“ segir Valdimar.Gert til þess að vernda gróður Ólafur A. Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að starfsmenn muni standa vaktina næstu daga. „Það fer allt eftir því hvernig aðstæður þróast. „Þetta er gert til þess að vernda þetta svæði og koma í veg fyrir skemmdir. Þegar vatnið og frostið er farið úr, vatn sigið niður og jarðvegur orðinn stöðugri að þá getum við hleypt fólki þarna á. Það fer allt eftir tíðarfari. Það er erfitt að segja til um hvenær það getur orðið. Það getur tekið einhverja daga eða einhverjar vikur,“ segir Ólafur.Mynd/UmhverfisstofnunMynd/Umhverfisstofnun Umhverfismál Tengdar fréttir Loka Reykjadal vegna aurbleytu Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðurbreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. 30. mars 2018 15:58 Umhverfisstofnun lokar svæði á Skógaheiði Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæði á Skógaheiði vegna ágangs ferðamanna en stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til að skoða Skógafoss ganga upp á heiðina. 23. mars 2018 17:29 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Nokkur hundruð manns hefur verið vísað frá á Reykjadalssvæðinu það sem af er degi. Svæðinu var lokað til þess að vernda umhverfi og gróður. Umhverfisstofnun hefur verið með tvo starfsmenn á svæðinu í dag „Þetta hefur gengið nokkuð vel við erum búin að loka svæðinu með búkkum og búin að setja upp nokkur skilti. Fólk tekur vel í þetta og skilur að þetta sé vegna gróðurverndar,“ segir Valdimar Kristjánsson hjá Umhverfisstofnun sem er á svæðinu.Lang mest fólk á einkabílum Valdimar segir þetta vera mest megnis túristar á einkabílum sem koma og þeir verði að snúa við. „Þetta er lang mest fólk á einkabílum. Við sendum tilkynningu á alla helstu hagsmunaaðila og útivistarfyrirtæki í ferðaþjónustunni,“ segir Valdimar.Gert til þess að vernda gróður Ólafur A. Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að starfsmenn muni standa vaktina næstu daga. „Það fer allt eftir því hvernig aðstæður þróast. „Þetta er gert til þess að vernda þetta svæði og koma í veg fyrir skemmdir. Þegar vatnið og frostið er farið úr, vatn sigið niður og jarðvegur orðinn stöðugri að þá getum við hleypt fólki þarna á. Það fer allt eftir tíðarfari. Það er erfitt að segja til um hvenær það getur orðið. Það getur tekið einhverja daga eða einhverjar vikur,“ segir Ólafur.Mynd/UmhverfisstofnunMynd/Umhverfisstofnun
Umhverfismál Tengdar fréttir Loka Reykjadal vegna aurbleytu Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðurbreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. 30. mars 2018 15:58 Umhverfisstofnun lokar svæði á Skógaheiði Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæði á Skógaheiði vegna ágangs ferðamanna en stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til að skoða Skógafoss ganga upp á heiðina. 23. mars 2018 17:29 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Loka Reykjadal vegna aurbleytu Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðurbreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. 30. mars 2018 15:58
Umhverfisstofnun lokar svæði á Skógaheiði Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæði á Skógaheiði vegna ágangs ferðamanna en stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til að skoða Skógafoss ganga upp á heiðina. 23. mars 2018 17:29