Páskapistill Óttar Guðmundsson skrifar 31. mars 2018 09:30 Nú líður að páskum. Í kirkjum landsins safnast saman þeir sem enn eru eftir í þjóðkirkjunni til að rifja upp píslargöngu frelsarans. Sögusviðið er Jerúsalem fyrir 2000 árum. Kristur kemur ríðandi inn í borgina umkringdur lærisveinum sínum. Hann er úthrópaður sem falsspámaður af virtum stjórnmálamönnum, prestum og þekktum álitsgjöfum. Áhrifamenn krefjast þess að hann verði krossfestur enda sé hann hættulegur yfirvöldum. Fjölmargir skynjar hvernig vindurinn blæs og ákveða „að hoppa á vagninn“ og taka undir með kórnum. Múgsefjun grípur um sig þar sem allir keppast við að æpa sem hæst. Jafnvel rómverskum embættismönnum ofbýður þessi ofstækisfulla hjarðhegðun og hvetja til hófsemi. Fylgismenn Jesú eru uggandi enda er andrúmsloftið lævi blandið. Kristur sjálfur óttast um staðfestu stuðningsmanna sinna og sér svikara á hverju strái. Þegar hatursstemmingin nær hámarki er Símon Pétur yfirlærisveinn þráspurður hvort hann sé einn af fylgismönnum Krists. Hann segir nei, nei og aftur nei og fyrr en varir er Pétur genginn í lið með andstæðingum frelsarans og sjálfs sín. Þetta er alvanalegt í netmiðlum nútímans. Menn efast um eigin dómgreind og láta fyrirsjáanlega álitsgjafa og viðhlæjendur þeirra snúa sér í fjölmörgum málum. Þeir týna sjálfum sér eins og Símon Pétur gerir og ganga í lið með óvinum sínum. Áður en varir eru menn þátttakendur í opinberum aftökum á netinu. Minnumst sr. Hallgríms á þessum páskum sem endranær þegar hann segir: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Nú líður að páskum. Í kirkjum landsins safnast saman þeir sem enn eru eftir í þjóðkirkjunni til að rifja upp píslargöngu frelsarans. Sögusviðið er Jerúsalem fyrir 2000 árum. Kristur kemur ríðandi inn í borgina umkringdur lærisveinum sínum. Hann er úthrópaður sem falsspámaður af virtum stjórnmálamönnum, prestum og þekktum álitsgjöfum. Áhrifamenn krefjast þess að hann verði krossfestur enda sé hann hættulegur yfirvöldum. Fjölmargir skynjar hvernig vindurinn blæs og ákveða „að hoppa á vagninn“ og taka undir með kórnum. Múgsefjun grípur um sig þar sem allir keppast við að æpa sem hæst. Jafnvel rómverskum embættismönnum ofbýður þessi ofstækisfulla hjarðhegðun og hvetja til hófsemi. Fylgismenn Jesú eru uggandi enda er andrúmsloftið lævi blandið. Kristur sjálfur óttast um staðfestu stuðningsmanna sinna og sér svikara á hverju strái. Þegar hatursstemmingin nær hámarki er Símon Pétur yfirlærisveinn þráspurður hvort hann sé einn af fylgismönnum Krists. Hann segir nei, nei og aftur nei og fyrr en varir er Pétur genginn í lið með andstæðingum frelsarans og sjálfs sín. Þetta er alvanalegt í netmiðlum nútímans. Menn efast um eigin dómgreind og láta fyrirsjáanlega álitsgjafa og viðhlæjendur þeirra snúa sér í fjölmörgum málum. Þeir týna sjálfum sér eins og Símon Pétur gerir og ganga í lið með óvinum sínum. Áður en varir eru menn þátttakendur í opinberum aftökum á netinu. Minnumst sr. Hallgríms á þessum páskum sem endranær þegar hann segir: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Gleðilega páska.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun