Hræðilegt myndband af fótbroti í formúlu eitt og það er ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 12:30 Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti. Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn. Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum. Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi. Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað. Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata. Surgery ok. I have to thank all the people worried for me. Nothing else, just a big thanks. Hugs! L'operazione è andata bene. Voglio ringraziare tutte le persone che hanno chiesto di me e si sono preoccupate. Solo un grande GRAZIE. Abbracci #thanks #grazie A post shared by Francesco Cigarini (@francesco.cigarini) on Apr 8, 2018 at 5:50pm PDT Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Francesco Cigorini er fótbrotinn eftir keppni helgarinnar í formúlu eitt en hann var þó ekki að keyra einn af bílunum í Barein. Cigorini er starfsmaður Ferrari og hann endaði vinnudaginn sinn á spítala tvíbrotinn á vinstri fæti. Kimi Raikkonen keyrði nefnilega yfir þennan aðstoðarmann sinn í einu þjónustuhléinu og það fór ekki á milli mála hjá þeim sem á horfðu að aðstoðarmaðurinn var fótbrotinn. Það má sjá myndband af þessu atviki í spilaranum hér fyrir ofan en það er rétt að vara viðkvæma við þessum myndum. Ferrari fékk á sig 50 þúsund evru sekt, sex milljón íslenskra króna, fyrir að brjóta öryggisreglur í þjónustuhléi. Ferrari menn hafa þó ekki gefið það upp hvað olli því að Kimi Raikkonen fór of snemma af stað. Hann sjálfur sagðist hafa fengið grænt ljós og því keyrt af stað. Francesco Cigorini birti mynd af sér og sagði að aðgerðin hefði gengið vel. Raikkonen sagðist finna til með honum og vonaðist eftir góðum bata. Surgery ok. I have to thank all the people worried for me. Nothing else, just a big thanks. Hugs! L'operazione è andata bene. Voglio ringraziare tutte le persone che hanno chiesto di me e si sono preoccupate. Solo un grande GRAZIE. Abbracci #thanks #grazie A post shared by Francesco Cigarini (@francesco.cigarini) on Apr 8, 2018 at 5:50pm PDT
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira