Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 07:35 Leikarinn Geoffrey Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Vísir/AFP Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um „ósæmilega hegðun,“ ef marka má gögn sem liggja nú fyrir áströlskum dómstólum. Í eiðsvarinni yfirlýsingu lögmanns leikarans, sem gerð var opinber í morgun, kemur fram að Rush hafi mátt þola „gríðarlegar sálrænar og félagslegar kvalir,“ eftir að Daily Telegraph birti röð greina um hegðun leikarans í fyrra. Rush hefur kært blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdragana frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015. Er hann sagður hafa hagað sér með óviðeigandi hætti gagnvart samstarfsmönnum sínum, án þess þó að lýsa því í smáatriðum í hverju sú hegðun fólst. Hann er þó talin hafa snert meðleikonu sína þannig að jaðrað hafi við kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Geoffrey Rush víkur vegna ásakanaÚtgefendur blaðsins halda því enda fram að ekkert sé fullyrt um afbrigðilega framgöngu Rush og að hann sé ekki málaður upp sem kynferðisbrotamaður í greinunum, eins og lögmaður leikarans hefur látið í veðri vaka. Föst skot hafa gengið á milli lögmannanna í málinu og óttast lögmaður Rush að verið sé að reyna að fresta málinu fram í hið óendanlega. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir aðalmeðferð í málinu í desember en það gæti dregist nái lögmenn blaðsins sínu fram. Rush hefur allt frá upphafi þvertekið fyrir ásakanirnar. Tengdar fréttir Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Ástralski stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um „ósæmilega hegðun,“ ef marka má gögn sem liggja nú fyrir áströlskum dómstólum. Í eiðsvarinni yfirlýsingu lögmanns leikarans, sem gerð var opinber í morgun, kemur fram að Rush hafi mátt þola „gríðarlegar sálrænar og félagslegar kvalir,“ eftir að Daily Telegraph birti röð greina um hegðun leikarans í fyrra. Rush hefur kært blaðið og blaðamann þess, Jonathon Moran, fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdragana frumsýningar Lés konungs í Sydney árið 2015. Er hann sagður hafa hagað sér með óviðeigandi hætti gagnvart samstarfsmönnum sínum, án þess þó að lýsa því í smáatriðum í hverju sú hegðun fólst. Hann er þó talin hafa snert meðleikonu sína þannig að jaðrað hafi við kynferðislega áreitni.Sjá einnig: Geoffrey Rush víkur vegna ásakanaÚtgefendur blaðsins halda því enda fram að ekkert sé fullyrt um afbrigðilega framgöngu Rush og að hann sé ekki málaður upp sem kynferðisbrotamaður í greinunum, eins og lögmaður leikarans hefur látið í veðri vaka. Föst skot hafa gengið á milli lögmannanna í málinu og óttast lögmaður Rush að verið sé að reyna að fresta málinu fram í hið óendanlega. Fram til þessa hefur verið gert ráð fyrir aðalmeðferð í málinu í desember en það gæti dregist nái lögmenn blaðsins sínu fram. Rush hefur allt frá upphafi þvertekið fyrir ásakanirnar.
Tengdar fréttir Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent