Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2018 23:15 70 borgarar eru sagðir hafa fallið í loftárásum á síðasta sólarhring. Vísir/AFP Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni. Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Sýrlenskur uppreisnarhópur hefur sakað stjórnarher landsins um að gera efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta, þvertekur fyrir að efnavopnaárás hafi verið gerð og segir að um lygar sé að ræða. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að ellefu manns hefðu dáið vegna árásarinnar og hafa myndir af látnum börnum með froðu í öndunarfærum verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Hjálparsamtökin Syrian American Medical Society, eða SAMS, segja sex hafa látið lífið vegna klórgass á sjúkrahúsi í Douma og að fleiri hafi dáið í nærliggjandi byggingu. Einn af yfirmönnum SAMS segir í samtali við Reuters að alls hafi 35 dáið vegna árásarinnar.Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, segir uppreisnarhópinn, Jaish al-Islam, hafa búið sögurnar til að reyna að koma í veg fyrir sókn stjórnarhersins gegn þeim. Douma er eini bærinn í Austur-Ghouta sem stjórnarherinn hefur ekki náð tökum á. Friðarsamkomulag hafði verið gert í bænum en loftárásir hófust aftur í gær. SOHR segir að minnst 70 borgarar hafi fallið í árásunum á síðasta sólarhring. Læknir sem AFP fréttaveitan ræddi við segir heilbrigðisstarfsmenn ekki hafa undan að telja hina særðu. AFP segir rúmlega 1.600 almenna borgara hafa fallið í árásum hersins í Ghouta frá því þær hófust þann 18. febrúar. Í dag er nákvæmlega ár frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinni.
Sýrland Tengdar fréttir Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00 Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52 Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33 Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08 Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16 Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Árásirnar hættu ekki Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra. 28. febrúar 2018 06:00
Sýrlenska ríkisstjórnin bar ábyrgð á efnavopnaárásinni Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. 26. október 2017 23:52
Rússar beittu neitunarvaldi gegn efnavopnarannsóknum í Sýrlandi Þetta er í tíunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi sínu varðandi ríkisstjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi. 16. nóvember 2017 22:33
Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan Sheikhoun Efnavopnastofnunin segir tugi hafa látið lífið í árásinni og rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna mun rannsaka hvort að ríkisstjórn Sýrlands beri ábyrgð á árásinni. 30. júní 2017 11:08
Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016. 24. október 2017 16:16
Frakkar segjast búa yfir sönnunum um ábyrgð bandamanna Assad Tugir manna létu lífið þegar saríngas var notað í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þann 4. apríl síðastliðinn. 26. apríl 2017 09:58