Undirrituðu viljayfirlýsingu um nýja lausn í fráveitumálum við Mývatn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. apríl 2018 13:02 Fjármála-og efnahagsráðherra, umhverfis-og auðlindaráðherra, ásamt fulltrúum Skútustaðahrepps og forstjóra Landgræðslunnar undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um samstarf í fráveitumálum Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Fráveitumál við Mývatn hafa verið í deiglunni um nokkra hríð en á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að í ljósi óvenjulegra aðstæðna við Mývatn hafi ríkisstjórnin samþykkt, skömmu fyrir jól, aðkomu að málinu, þrátt fyrir þá almennu lagareglu að sveitarfélög beri straum af rekstri veitna innan sinna vébanda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherra segir að verkefnið feli í sér miklar úrbætur; „um það að taka seyru hérna frá atvinnustarfsemi og sveitarfélaginu sem keyrð verður og notuð í landgræðslu upp á Hólasandi, það er verið að leysa, vonandi, þessi frárennslismál sem hér hafa verið í nokkru ólagi í Mývatnssveitinni. Þarna vinnst kannski þrennt; það er verið að stuðla að frekari vernd lífríkisins Mývatns og Laxár, þetta nýtist í landgræðslu og sparar þá áburð á meðan og síðan er þetta mun ódýrari lausn heldur en aðrar lausnir sem skoðaðar voru.“ Aðspurður um hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið svarar Guðmundur: „Af hálfu stjórnvalda verða þetta um 180 milljónir sem fara þá í að byggja aðstöðu upp á Hólasandi til þess að geyma seyruna og síðan er það rekstrarkostnaður fyrir landgræðsluna til þess að bera þetta á, á næstu árum.“ Í tilkynningu frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að samhliða umbótum í fráveitu verði vöktun á Mývatni efld, einkum á innstreymi næringarefna í vatnið. Um viljayfirlýsinguna hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þetta að segja: „Með þessari viljayfirlýsingu er staðfestur ríkur vilji ríkisstjórnarinnar til að koma að þessu mikilvæga verkefni með heimamönnum.“ Skútustaðahreppur Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Fráveitumál við Mývatn hafa verið í deiglunni um nokkra hríð en á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að í ljósi óvenjulegra aðstæðna við Mývatn hafi ríkisstjórnin samþykkt, skömmu fyrir jól, aðkomu að málinu, þrátt fyrir þá almennu lagareglu að sveitarfélög beri straum af rekstri veitna innan sinna vébanda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherra segir að verkefnið feli í sér miklar úrbætur; „um það að taka seyru hérna frá atvinnustarfsemi og sveitarfélaginu sem keyrð verður og notuð í landgræðslu upp á Hólasandi, það er verið að leysa, vonandi, þessi frárennslismál sem hér hafa verið í nokkru ólagi í Mývatnssveitinni. Þarna vinnst kannski þrennt; það er verið að stuðla að frekari vernd lífríkisins Mývatns og Laxár, þetta nýtist í landgræðslu og sparar þá áburð á meðan og síðan er þetta mun ódýrari lausn heldur en aðrar lausnir sem skoðaðar voru.“ Aðspurður um hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið svarar Guðmundur: „Af hálfu stjórnvalda verða þetta um 180 milljónir sem fara þá í að byggja aðstöðu upp á Hólasandi til þess að geyma seyruna og síðan er það rekstrarkostnaður fyrir landgræðsluna til þess að bera þetta á, á næstu árum.“ Í tilkynningu frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að samhliða umbótum í fráveitu verði vöktun á Mývatni efld, einkum á innstreymi næringarefna í vatnið. Um viljayfirlýsinguna hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þetta að segja: „Með þessari viljayfirlýsingu er staðfestur ríkur vilji ríkisstjórnarinnar til að koma að þessu mikilvæga verkefni með heimamönnum.“
Skútustaðahreppur Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira