Sveinbjörg Birna á hliðarlínunni hjá Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 16:44 Inga Sæland segist oft hafa talað við Sveinbjörgu Birnu, þessa duglegu og skeleggu konu. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallavina í borginni, hafi verið tilbúin að stíga inn á völlinn ef staðan hefði verið slík. „Hún var tilbúin að hjálpa okkur ef eitthvað slíkt hefði komið upp. Við höfum alveg verið að tala saman. Dugnaðarforkur. En að við höfum verið að segja neitt já eða nei, það er ekki,“ segir Inga í samtali við Vísi.Gerði engar hosur grænar Hún er þar að vísa til fréttar sem sjá má á EiríkurJónsson punktur is, sem Vísir spurði hana út í. Þar sem segir að Sveinbjörgu hafi ekki tekist að hrífa Ingu og að hún hafi fengið „endanlegt NEI síðastliðinn mánudag en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina gekk hart eftir því að verða útnefnd oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.“ Þetta upplegg segir Inga hins vegar dómadags rugl og þvætting. „Hún hefur ekki verið að gera neinar hosur grænar, við höfum bara talað við hana eins og marga aðra. Þetta er svo alrangt, ég hef aldrei sagt nei við hana blessaða manneskjuna, þessa elskulegu konu. Ég hef oft orðið hissa og veit að það er erfitt að vera blaðamaður og búa eitthvað til, en hamingjan góða.“Sveinbjörg stjarna síðustu borgarstjórnarkosningaÞetta er sem sagt algert bull? „Já, þetta er bull. Ég hef oft talað við Sveinbjörgu Birnu og ég kann afskaplega vel við þessa duglegu og skeleggu konu en hún er ekki oddviti okkar í borginni,“ segir Inga og bendir á að fyrir liggi glæsilegur listi Flokks fólksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.En, Sveinbjörg Birna var ótvírætt stjarna síðustu borgarstjórnarkosninga? „Já, hún var það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fyrrum oddviti Framsóknar og flugvallavina í borginni, hafi verið tilbúin að stíga inn á völlinn ef staðan hefði verið slík. „Hún var tilbúin að hjálpa okkur ef eitthvað slíkt hefði komið upp. Við höfum alveg verið að tala saman. Dugnaðarforkur. En að við höfum verið að segja neitt já eða nei, það er ekki,“ segir Inga í samtali við Vísi.Gerði engar hosur grænar Hún er þar að vísa til fréttar sem sjá má á EiríkurJónsson punktur is, sem Vísir spurði hana út í. Þar sem segir að Sveinbjörgu hafi ekki tekist að hrífa Ingu og að hún hafi fengið „endanlegt NEI síðastliðinn mánudag en borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina gekk hart eftir því að verða útnefnd oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.“ Þetta upplegg segir Inga hins vegar dómadags rugl og þvætting. „Hún hefur ekki verið að gera neinar hosur grænar, við höfum bara talað við hana eins og marga aðra. Þetta er svo alrangt, ég hef aldrei sagt nei við hana blessaða manneskjuna, þessa elskulegu konu. Ég hef oft orðið hissa og veit að það er erfitt að vera blaðamaður og búa eitthvað til, en hamingjan góða.“Sveinbjörg stjarna síðustu borgarstjórnarkosningaÞetta er sem sagt algert bull? „Já, þetta er bull. Ég hef oft talað við Sveinbjörgu Birnu og ég kann afskaplega vel við þessa duglegu og skeleggu konu en hún er ekki oddviti okkar í borginni,“ segir Inga og bendir á að fyrir liggi glæsilegur listi Flokks fólksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.En, Sveinbjörg Birna var ótvírætt stjarna síðustu borgarstjórnarkosninga? „Já, hún var það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kolbrún og Karl Berndsen efst á lista Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. 6. apríl 2018 14:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent