Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli í janúar. Akureyri International Airport Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum. Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum.
Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41
Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39