Loforð og lúxusíbúðir Eyþór Arnalds skrifar 5. apríl 2018 07:00 Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitarfélög fóru í aðgerðir til að bregðast við vandanum með því að tryggja nægt lóðaframboð. Núverandi borgarstjóri lofaði miklu eða um 3.000 leiguíbúðum til viðbótar við íbúðir á almennum markaði. Fjórum árum síðar bólar lítið á efndum, enda var heildarfjöldi allra byggðra íbúða á síðasta ári aðeins 322 íbúðir sem er langt undir öllum markmiðum borgarinnar sjálfrar. En hvaða áhrif hefur þetta sleifarlag haft? Þegar fasteignaverð er skoðað sést að verðið hefur hækkað um 50-60% á aðeins fjórum árum. Þessi mikla hækkun bitnar mest á þeim sem eru að reyna að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir þessi mikla verðhækkun á þeim ekki eiga eign og þurfa að reiða sig á leigumarkaðinn. En hvernig íbúðir hafa verið byggðar? Þegar fasteignaauglýsingarnar eru skoðaðar er algengt að sjá íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“. Eða jafnvel „luxury appartments“. Þetta á við um lóðir sem borgin sjálf hefur úthlutað á kjörtímabilinu. Þetta eru íbúðir með allra hæsta fasteignaverðið og gagnast því fáum. Af hverju er þetta svona dýrt? Stærsta ástæða hækkandi verðs er skortur á eignum, en fleira kemur til. Reykjavíkurborg innheimtir gatnagerðargjald til að standa straum af kostnaði. Ofan á það er síðan lagt á byggingarréttargjald sem er orðið gríðarlega hátt í Reykjavík. Í sumum tilfellum er lagt á „innviðagjald“ sem hækkar grunnkostnaðinn enn frekar. Þá verða margir fyrir áralöngum töfum þrátt fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð og lendir fjármagnskostnaðurinn á lóðarhafanum. Allur þessi viðbótarkostnaður lendir á endanum á íbúðarkaupandanum og því taka margir til þess ráðs að gera út á „lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá að fáir hafa efni á svona dýrum íbúðum og því flytja mjög margir burt í önnur sveitarfélög. Breytum þessu Loforðin ein duga skammt. Efndirnar skipta öllu máli. Sú stefna sem hefur verið rekin síðustu fjögur ár hefur leitt af sér fækkun íbúa á miðsvæði Reykjavíkur og fólksflótta yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem flytja burt þvert á vilja sinn þurfa síðan að aka lengri vegalengdir sem aftur auka á umferðarþungann. Það er morgunljóst að það þarf að breyta um stefnu í vor. Við viljum leyfa íbúðabyggð á hagstæðari stöðum en nú er gert. Þar koma Keldur og uppbygging í Vesturbænum við Grandann í Örfirisey sterklega inn. Leggja áherslu á minni einingar fyrir þá sem vilja, en jafnframt leyfa á ný að byggja sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna að stýra fólki um of og veita íbúum valfrelsi um búsetu. Þannig breytum við borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun