Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 21:16 Einar Birkir segir að ákvörðunin um að hætta í flokknum hafi verið tekin að ígrunduðu máli og eftir langan aðdraganda. Vísir/Vilhelm Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira