Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:30 Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Við höfum sagt frá því fréttum okkar í vikunni að alls hafi hátt í 300 dauðsföll verið skráð hjá Landlækni af völdum vímuefna frá árinu 2008, þar af níu fyrstu vikurnar á þessu ári. Þá virðist fleiri ungmenni en áður byrja fyrr að neyta sterkra vímuefna. Aðalvarðstjóri í lögreglunni sem leitar að týndum börnum undir 18 ára tekur undir þetta og segir úrræðaleysi ríkja í málefnum barna sem glími við fíknivanda. „Í fyrsta skipti í gær, þurfti að vista 14 og 15 ára einstaklinga í fangaklefa af því það voru engin önnur úrræði í boði.“Engin neyðarvistun í tíu neyðartilvikum Hann segir að neyðarvistun sé notuð til að koma í veg fyrir að ungmennin fari sér að voða eftir að lögregla hefur fundið þau. En hún sé því miður ekki alltaf í boði. „Í tíu skipti hefur ekki verið kostur á neyðarvistun fyrir unglingana. Neyðarvistun er neyðarúrræði og það er biðlisti eftir því. Aftur og aftur er ég að sækja krakka sem týnast sem eru að sprauta sig, fara með þau heim, þau fá ekki úrræði, þau strjúka, ég finn þau og svona gengur þetta þar til það er laust pláss. Við erum að tala um krakka sem eru þá í hættulegri neyslu á hörðum efnum í nokkra daga.“Hræðilegt ástand Berglind Hólm Harðardóttirstjórnarkona í Olnbogabörnum lýsir ástandinu sem skelfilegu þegar kemur að málefnum ungmenna í vímuvanda. „Þetta er að aukast rosalega. Fleiri börn og harðari neysla, þetta er hræðilegt ástand. Líf barnanna okkar er í húfi og hver dagur skiptir máli og hjá of mörgum börnum er ekki gripið nógu snemma inní. Í dag eru meðferðarheimilin þrjú en voru þrettán árið 2010. Við erum að fá til okkar foreldra sem eru miður sín og vita ekki hvað þeir eiga að gera.“Missum börn vegna úrræðaleysis Hún gagnrýnir að meðferðarheimilum hafi fækkað um tíu frá árinu 2010 meðan vandinn hafi vaxið. „Við erum að missa börnin okkar, þau eru að deyja eins og kom fram núna í fréttunum þau eru að lenda í öndunarstoppi og eru endurlífguð. Þetta er að gerast hér á litla Íslandi. Ekki í útlöndum.“ Berglind Hólm segir að þann 16. apríl kl. 20 verði opinn fundur hjá Olnbogabörnum að Stangarhyl 7 fyrir aðstandendur ungmenna sem glími við fíknivanda.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira