Valur er meistari meistaranna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 18:52 Valsmenn fögnuðu sigri á Hlíðarenda vísir/sigurjón Valur er meistari meistaranna eftir sigur á ÍBV í Meistarakeppni KSÍ. Þetta er í 11. skipti sem Valur vinnur þessa keppni og í þriðja árið í röð. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið að frétta fyrstu 10-15 mínúturnar, Sigurður Egill Lárusson fékk eitt hálffæri en fleira markvert gerðist ekki. Valsmenn voru ívið sterkari frá upphafi og skoruðu fyrsta markið á 29. mínútu. Einar Karl Ingvarsson átti þá frábæra sendingu inn á Patrick Pedersen sem kláraði færið eins og framherja er lagið. Eyjamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið en það voru Valsarar sem áttu næsta mark, Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Einkar einfalt mark sem Kristján Guðmundsson hefur ekki verið sáttur með að fá á sig. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks minnkaði Kaj Leo í Bartalsstovu hins vegar muninn fyrir ÍBV. Shabab Zahedi vann boltann fyrir Eyjamenn og kom honum á Færeyinginn sem kláraði með þrumuskoti upp við stöngina. Staðan 2-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, alveg einstaklega rólega. Valsmenn voru meira með boltann en gerðu lítið við hann, náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þegar leið á hálfleikinn fór meiri hiti að færast í leikinn en ekki náðu liðin að nýta sér það. Eyjamenn gerðu sig tvisar mjög líklega til þess að jafna leikinn undir lok leiksins þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sindri Snær Magnússon voru hársbreidd frá því að skora. Jöfnunarmarkið kom hins vegar ekki, bikarmeistarar ÍBV lutu í lægri hlut gegn Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn Mest lesið Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Valur er meistari meistaranna eftir sigur á ÍBV í Meistarakeppni KSÍ. Þetta er í 11. skipti sem Valur vinnur þessa keppni og í þriðja árið í röð. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var lítið að frétta fyrstu 10-15 mínúturnar, Sigurður Egill Lárusson fékk eitt hálffæri en fleira markvert gerðist ekki. Valsmenn voru ívið sterkari frá upphafi og skoruðu fyrsta markið á 29. mínútu. Einar Karl Ingvarsson átti þá frábæra sendingu inn á Patrick Pedersen sem kláraði færið eins og framherja er lagið. Eyjamenn vöknuðu aðeins til lífsins eftir markið en það voru Valsarar sem áttu næsta mark, Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Einkar einfalt mark sem Kristján Guðmundsson hefur ekki verið sáttur með að fá á sig. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks minnkaði Kaj Leo í Bartalsstovu hins vegar muninn fyrir ÍBV. Shabab Zahedi vann boltann fyrir Eyjamenn og kom honum á Færeyinginn sem kláraði með þrumuskoti upp við stöngina. Staðan 2-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri, alveg einstaklega rólega. Valsmenn voru meira með boltann en gerðu lítið við hann, náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þegar leið á hálfleikinn fór meiri hiti að færast í leikinn en ekki náðu liðin að nýta sér það. Eyjamenn gerðu sig tvisar mjög líklega til þess að jafna leikinn undir lok leiksins þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sindri Snær Magnússon voru hársbreidd frá því að skora. Jöfnunarmarkið kom hins vegar ekki, bikarmeistarar ÍBV lutu í lægri hlut gegn Íslandsmeisturum Vals.
Íslenski boltinn Mest lesið Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Sjá meira