Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 13:04 Jakob Rolland, talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Mynd/Haraldur Jónsson „Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Ef þetta frumvarp gengur í gegn gæti það leitt til ofsókna gegn gyðingum,“ segir Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við breska tímaritið The Catholic Herald þar sem hann ræðir frumvarp um bann við umskurði drengja hér á landi. Í grein tímaritsins kemur fram að kaþólska kirkjan á Íslandi sé á móti frumvarpinu sem gæti valdið því að foreldrar drengja af gyðinga- og múslimaættum gætu átt allt að sex ára fangelsisvist yfir höfði sér ef þeir láta umskera syni sína. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rolland.Spurning um mannréttindi segir þingmaður Það var Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lagði frumvarpið fyrir Alþingi í fyrr í vetur en blaðamaður The Catholic Herald vitnar í lækninn Ólaf Þór Gunnarsson sem er þingmaður Vinstri grænna og einn af meðmælendum frumvarpsins.Rætt er við Ólaf Þór Gunnarson, þingmann Vinstri grænna.„Að okkar mati er þetta spurning um mannréttindi. Engin manneskja ætti að þurfa að gangast undir óþarfa aðgerð án samþykkis,“ segir Ólafur. Í frumvarpinu segir að hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að sex árum. Umskurður fer þannig fram að fremsti hluti forhúðar getnaðarlims er fjarlægður með skurðaðgerð. Meðal gyðinga er algengast að drengir séu umskornir á áttunda degi lífs. Á meðal múslima er hins vegar algengast að drengir séu umskornir í kringum tíu ára aldurinn. Flutningsmenn þessa frumvarps telja umskurð á drengjum fela í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. Kaþólska tímaritið bendir á að þingmennirnir sem standa að þessu frumvarpi hafi ekki horfið frá skoðun sinni þrátt fyrir mikil mótmæli um víða veröld. Haft er eftir Ólafi Þór Gunnarssyni að hann telji trúarbrögð vera einkamál hvers og eins og að þau ættu að aðlagast með tímanum ásamt því að endurspegla samfélagið sem þau tilheyra.Landakotskirkja er þekktasta kirkja kaþólsku kirkjunnar.Vísir/VilhelmMikill stuðningur varhugaverð þróun Jakob Rolland finnst hins vegar viðurlögin við þessu banni ansi hörð og segir frumvarpið vera að ná miklum stuðningi á Íslandi, en honum finnst sú þróun varhugaverð.„Þetta frumvarp þýðir að gyðingar verða ekki velkomnir á Íslandi ef þeir vilja ástunda trúarbrögð sín,“ er haft eftir Rolland. Rolland segir kaþólikka í miklum minnihluta á Íslandi, eða um fjögur prósent af Íslendingum, og hafi því ekki mikið að segja um framvindu þessa máls. Vonast Rolland eftir því að kaþólikkar í öðrum löndum láti í sér heyra áður en frumvarpið verður að lögum. Skrifstofa tímaritsins The Catholic Herald er í London en tímaritið er gefið út á Bretlandseyjum. Það er gefið út í um 21 þúsund eintaki og dreift til kaþólskra söfnuða ásamt því að vera selt í lausasölu og dreift til áskrifenda.Fréttin var uppfærð 09:53 20. apríl. Ólafur Þór Gunnarsson benti á að The Catholic Herald hefði aldrei haft samband við sig, en þó væri vitnað rétt í hann.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Ráðstefna var haldin um réttmæti umskurðar í Reykjavík í dag og komu þátttakendur víða að úr heiminum. 17. apríl 2018 20:00
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24