Borgarlínudans Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson er snjall stjórnmálamaður. Þegar líða fer að kosningum birtist hann sem vorboðinn og syngur fyrir fólkið um betra líf í borginni á næsta kjörtímabili. Fyrir síðustu kosningar lét hann taka af sér myndir þar sem hann hélt um skóflu og skartaði öryggishjálmi á höfði. Hann ætlaði að byggja. Hann ætlaði að leysa húsnæðisvanda ungs fólks. Þá sögu þekkja allir. Og ekki þýðir að höggva í sama knérunn. Fyrir þessar kosningar syngur Dagur minna um íbúðirnar fyrir unga fólkið en meira um Borgarlínuna sem hann kveður munu leysa samgönguvanda borgarbúa. Í grein sem Dagur ritar í Fréttablaðið sl. þriðjudag er hann þó ærlegur með það að fyrstu vagnarnir í Borgarlínunni verði ekki komnir í gagnið fyrr en á þarnæsta kjörtímabili. Hann er snjall og veit að það er betra að lofa bara því sem þarf fyrir atkvæðin, alls ekki meira.70-150 milljarða kosningaloforð Á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag var rætt um þetta kosningamál borgarstjóra. Það vafðist reyndar eilítið fyrir Degi að útskýra hvað fælist í Borgarlínunni. Í ljós kom að hugmyndin er ennþá óútfærð, t.d. hvort það eigi að nota sporvagna eða strætisvagna. En eitt vitum við þó, að Dagur sjálfur telur kostnaðinn við verkefnið a.m.k. 70 milljarða króna. Sérfræðingar sem hafa kynnt sér hugmyndina telja að kostnaðurinn geti hæglega orðið tvöföld sú fjárhæð. Raunhæfar leiðir í stað loforða Það er svo ótal margt annað sem má gera til að bæta samgönguvandann. Sem dæmi um vandann er umferðaröngþveitið á Miklubraut, en það er sú leið sem flestir af þeim sex þúsund starfsmönnum Landspítala aka til og frá vinnu. Á borgarstjórnarfundinum sl. þriðjudag lagði ég þess vegna fram tillögu um að Reykjavíkurborg ætti frumkvæði að samtali við Landspítala, stéttarfélög heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisráðherra í því skyni að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum. Með því að færa upphaf og lok dagvakta af mesta háannatíma mætti stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks sem og annarra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Það væri a.m.k. raunhæft skref í rétta átt, en ekki loforð sem aldrei verður staðið við. Nýtt framboð Kjósendur eru fyrir löngu búnir að átta sig á því að lítið er að marka loforðin fyrir kosningar, hvort sem þau snúast um að tryggja fólki þak yfir höfuðið, niðurfellingu skatta, ókeypis leikskólapláss eða tugmilljarða samgöngubætur. Kjósendur vilja fyrst og fremst fulltrúa sem eru ábyrgðarfullir og duglegir, sýna áræðni og ráðdeild og umfram allt fulltrúa sem eru skynsamir. Það eru þau gildi sem mér finnst mest um verð. Ég mun bjóða mig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk.Höfundur er óháður borgarfulltrúi
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar