Bílasérfræðingur Fréttablaðsins gripinn af umferðarlögreglu Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 13:50 Finnur Orri Thorlacius segir engan leik annan hafa verið í stöðunni, hann þurfti að höggva á umferðarhnút. Finnur Orri Thorlacius, bílablaðamaður Fréttablaðsins með meiru, var gripinn glóðvolgur í morgun af umferðarlögreglunni. Og sektaður fyrir að hafa brotið lög um akstursreinar. Finnur, sem hlýtur að teljast einn helsti sérfræðingur landsins um umferðarmál, segist í samtali við Vísi, ekki hafa átt neinn kost annan í stöðunni. Hann var að höggva á umferðarhnút. Og það sem meira er, lögregluþjóninn sem greip hann, var honum hjartanlega sammála. Að sögn Finns. Lögreglan sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu fyrir stundu: „Í morgun voru 12 ökumenn kærðir fyrir að nota strætóakreinar – en þær akreinar eru bara fyrir ökutæki sem hópferðaleyfi. Þessir ökumenn mega prísa sig sæla að hafa fengið sektina nú en ekki síðar, en sektin mun hækka eftir nokkra daga í 20 þúsund krónur.“Finnur sleppur með fimm þúsund króna sekt Finnur var sem sagt einn af þeim. Hann sleppur með fimm þúsund króna sekt, 3.750 krónur ef hann borgar innan þriggja daga. Sem áður sagði, einhver má heita sérfróður í akstri og ökutækjum er það einmitt Finnur Thorlacius.Hvernig má þetta vera, að hann af öllum mönnum hafi verið gripinn af umferðarlöggunni? „Ég er með mjög einfalda skýringu á þessu. Og hún er sú að þegar ég kom yfir Kringlumýrarbraut/Miklabraut, sem eru umferðarþyngstu gatnamót landsins, þá var ég þriðji fjórði bíll að fara yfir á grænu ljósi. En, ég verð síðan stopp, vegna umferðarinnar og er fyrir umferðinni sem er að fara úr norðri til suðurs Kringlumýrarbraut,“ segir Finnur og lýsir hinni þröngu stöðu. En, þetta er skömmu fyrir klukkan níu í morgun.Löggan sammála Finni Finnur heldur áfram að lýsa aðstæðum: „Það verður til þess að ég sé mér bara einn leik á borði sem er að nota einu akreinina sem laus var og var þá búinn að sannfæra sjálfan mig um að hún væri algerlega auð fram að horninu hér í Skaftahlíð.“ Finnur segist hafa tjáð löggunni það að hann vonaðist til að sem flestir ökumenn gerðu nákvæmlega þetta sem hann gerði, þrátt fyrir að mega við það heita brotlegir við umferðarlögin.Finnur Orri er einn þekktasti bílasérfræðingur landsins en hann var meðal annars annar umsjónarmanna bílaþáttarins Á fullu gazi.„Því vandinn er sá að það er algjör tappi milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar, frá átta til níu, jafnvel fyrr. Ég hef brotið þetta mörgum sinnum, og það er einföld skýring á því: ég verð að gera það til að liðka fyrir umferð. Auk þess sem ég er ekki að stefna neinum í hættu. Ef einhvern tíma er hægt að nota frasann nauðsyn brýtur lög þá er það í þessu tilfelli. Ég var fyrir. Aðrir ökumenn komust ekki áfram vegna mín, þó var ég einn sá fyrsti yfir ljósin. Það er allt fast.“Skotleyfi löggunnar á almenna ökumenn Almennt segir Finnur umferðarlög mörg hver ekki í neinu samræmi við nútímann og honum finnst sem verið sé að gefa út skotleyfi á ökumenn af trénuðum og hræddum pólitíkusum og embættismönnum. „Mér finnst það dapurt fyrirkomulag, getur vel verið að réttlætanlegt sé að vera með sérakreinar fyrir forgangsakstur, en þó finnst mér undarlegt að leigubílsstjórar skuli njóta einhverra fríðinda umfram almenna umferð, það skýtur skökku við, og rútur líka. Mér finnst verið að brjóta á almenningi og það þarf að finna lausn á þessum umferðarvanda sem er gríðarlega slæmur hér og þarf að finna lausn á þeim vanda sem fylgir umferð um þessi Kringlumýrarbraut/Miklubraut-umferðarljós. Þau bera þetta ekki og teppurnar eru í allar höfuðáttir.“Úrelt lög um hámarkshraða Finnur hefur stúderað akstur og ökutæki og lesið sig til um umferðarmál árum saman. Hann nefnir sem dæmi úrelt lög um hámarkshraða. Bæði vegna betra vegakerfis og betri ökutækja. Sem hann segir víða fáránleg og þannig að þau ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eiga fullan rétt á sér. Finnur segir að þegar fyrir liggi að 70 prósent ökumanna brjóti lög, til dæmis um hámarkshraða, þá sé ljóst að lögin eru ekki að þjóna tilgangi sínum. Og, þar sem hámarkshraði hafi verið aukinn þá hafi umferðarslysum fækkað. Ástæðan sé sú að þegar ökumenn eru neyddir til að aka of hægt þá missi þeir einbeitingu við aksturinn. Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Finnur Orri Thorlacius, bílablaðamaður Fréttablaðsins með meiru, var gripinn glóðvolgur í morgun af umferðarlögreglunni. Og sektaður fyrir að hafa brotið lög um akstursreinar. Finnur, sem hlýtur að teljast einn helsti sérfræðingur landsins um umferðarmál, segist í samtali við Vísi, ekki hafa átt neinn kost annan í stöðunni. Hann var að höggva á umferðarhnút. Og það sem meira er, lögregluþjóninn sem greip hann, var honum hjartanlega sammála. Að sögn Finns. Lögreglan sendi frá sér svohljóðandi tilkynningu fyrir stundu: „Í morgun voru 12 ökumenn kærðir fyrir að nota strætóakreinar – en þær akreinar eru bara fyrir ökutæki sem hópferðaleyfi. Þessir ökumenn mega prísa sig sæla að hafa fengið sektina nú en ekki síðar, en sektin mun hækka eftir nokkra daga í 20 þúsund krónur.“Finnur sleppur með fimm þúsund króna sekt Finnur var sem sagt einn af þeim. Hann sleppur með fimm þúsund króna sekt, 3.750 krónur ef hann borgar innan þriggja daga. Sem áður sagði, einhver má heita sérfróður í akstri og ökutækjum er það einmitt Finnur Thorlacius.Hvernig má þetta vera, að hann af öllum mönnum hafi verið gripinn af umferðarlöggunni? „Ég er með mjög einfalda skýringu á þessu. Og hún er sú að þegar ég kom yfir Kringlumýrarbraut/Miklabraut, sem eru umferðarþyngstu gatnamót landsins, þá var ég þriðji fjórði bíll að fara yfir á grænu ljósi. En, ég verð síðan stopp, vegna umferðarinnar og er fyrir umferðinni sem er að fara úr norðri til suðurs Kringlumýrarbraut,“ segir Finnur og lýsir hinni þröngu stöðu. En, þetta er skömmu fyrir klukkan níu í morgun.Löggan sammála Finni Finnur heldur áfram að lýsa aðstæðum: „Það verður til þess að ég sé mér bara einn leik á borði sem er að nota einu akreinina sem laus var og var þá búinn að sannfæra sjálfan mig um að hún væri algerlega auð fram að horninu hér í Skaftahlíð.“ Finnur segist hafa tjáð löggunni það að hann vonaðist til að sem flestir ökumenn gerðu nákvæmlega þetta sem hann gerði, þrátt fyrir að mega við það heita brotlegir við umferðarlögin.Finnur Orri er einn þekktasti bílasérfræðingur landsins en hann var meðal annars annar umsjónarmanna bílaþáttarins Á fullu gazi.„Því vandinn er sá að það er algjör tappi milli Lönguhlíðar og Kringlumýrarbrautar, frá átta til níu, jafnvel fyrr. Ég hef brotið þetta mörgum sinnum, og það er einföld skýring á því: ég verð að gera það til að liðka fyrir umferð. Auk þess sem ég er ekki að stefna neinum í hættu. Ef einhvern tíma er hægt að nota frasann nauðsyn brýtur lög þá er það í þessu tilfelli. Ég var fyrir. Aðrir ökumenn komust ekki áfram vegna mín, þó var ég einn sá fyrsti yfir ljósin. Það er allt fast.“Skotleyfi löggunnar á almenna ökumenn Almennt segir Finnur umferðarlög mörg hver ekki í neinu samræmi við nútímann og honum finnst sem verið sé að gefa út skotleyfi á ökumenn af trénuðum og hræddum pólitíkusum og embættismönnum. „Mér finnst það dapurt fyrirkomulag, getur vel verið að réttlætanlegt sé að vera með sérakreinar fyrir forgangsakstur, en þó finnst mér undarlegt að leigubílsstjórar skuli njóta einhverra fríðinda umfram almenna umferð, það skýtur skökku við, og rútur líka. Mér finnst verið að brjóta á almenningi og það þarf að finna lausn á þessum umferðarvanda sem er gríðarlega slæmur hér og þarf að finna lausn á þeim vanda sem fylgir umferð um þessi Kringlumýrarbraut/Miklubraut-umferðarljós. Þau bera þetta ekki og teppurnar eru í allar höfuðáttir.“Úrelt lög um hámarkshraða Finnur hefur stúderað akstur og ökutæki og lesið sig til um umferðarmál árum saman. Hann nefnir sem dæmi úrelt lög um hámarkshraða. Bæði vegna betra vegakerfis og betri ökutækja. Sem hann segir víða fáránleg og þannig að þau ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eiga fullan rétt á sér. Finnur segir að þegar fyrir liggi að 70 prósent ökumanna brjóti lög, til dæmis um hámarkshraða, þá sé ljóst að lögin eru ekki að þjóna tilgangi sínum. Og, þar sem hámarkshraði hafi verið aukinn þá hafi umferðarslysum fækkað. Ástæðan sé sú að þegar ökumenn eru neyddir til að aka of hægt þá missi þeir einbeitingu við aksturinn.
Samgöngur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira