Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 16:59 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15. Hákon Óli Sigurðsson Önnur aurskriða féll á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals á fimmta tímanum. Vegurinn verður því lokaður út nóttina. Þá verður Súðavíkurhlíð einnig lokað klukkan tíu í kvöld. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í Bolungarvík og á Ísafirði en þeim hefur verið lokað á ný. Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningum frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Í nýjustu tilkynningunni frá lögreglu segir að fjöldahjálparstöðvum, sem voru opnaðar fyrr í kvöld í Bolungarvík og á Ísafirði, hafi verið lokað þar sem ekki reyndist lengur þörf á þeim. Vanti einhvern gistingu í nótt bendir lögreglan viðkomandi á að hringja í 112 og óska eftir sambandi við lögregluna á Ísafirði sem muni í kjölfarið gera þá ráðstafanir. Ráðstafanir gerðar vegna íbúa „öfugu megin“ „Verið er að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir „öfugu“ megin við heimili sín,“ sagði í tilkynningu lögreglu rétt fyrir klukkan 17 síðdegis. Íbúar í Bolungarvík og Hnífsdal komast ekki til Ísafjarðar og öfugt. Aurskriða féll á sama dag um klukkan 15 í dag og má sjá myndefni frá svæðinu, sem Hákon Óli Sigurðsson, tók fyrir fréttastofu hér að neðan. Lögreglan hefur sagt að nánari upplýsingar verði settar inn á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum um leið og þær liggja fyrir. „Vinsamlegast sparið símtöl við lögreglu vegna þessa, þar sem álagið er mikið og allar upplýsingar sem máli skipta munu berast hér,“ sagði lögreglan og vísaði aftur til Facebook-síðu sinnar. Aurskriðurnar hafa haft áhrif víðar í Ísafjarðarbæ, meðal annars á Flateyri þar sem lokað var fyrir vatnið á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir. Myndir og myndbönd af vettvangi Álfheiður Marta Kjartansdóttir tók myndböndin að neðan á og við Flateyri fyrir fréttastofu. Að neðan má sjá fleiri myndir frá Eyrarhlíð. Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson Hákon Óli Sigurðsson
Ísafjarðarbær Veður Náttúruhamfarir Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. 12. nóvember 2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22