Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:08 Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð. Vísir/Getty Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. Samkvæmt nafnlausum heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla átti fundurinn sér stað um páskahelgina og er sagður undirbúningur fyrir fund Bandaríkjaforsetans Donald Trump og fyrrnefnds Kim sem fram á að fara í maí.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Trump hafi ýjað að fundi milli háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Fáir bjuggust þó við á þeim tímapunkti að um væri að ræðan sjálfan forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar og leiðtoga hins einangraða ríkis. Ef heimildarmenn bandarískra miðla hafa rétt fyrir sér er ljóst að páskafundurinn markar ákveðin þáttaskil í sögu ríkjanna. Svo háttsettir embættismenn ríkjanna tveggja hafa ekki fundað síðan árið 2000. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um páskafundinn. „Við höfum átt beinar viðræður á mjög háu stigi, gríðarlega háu stigi, við Norður-Kóreu. Ég trúi því virkilega að þetta leiði af sér velvilja, að góðir hlutir séu að gerast. Við sjáum til hvað gerist...vegna þess að á endanum er það niðurstaðan sem skiptir máli, ekki hvort að við séum að hugsa um að funda eða að funda,“ sagði Bandaríkjaforseti í gær á fundi með forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Þá sagðist Trump jafnframt styðja fyrirhugaðar viðræður Norður- og Suður-Kóreu sem fram eiga að fara skömmu áður en Bandaríkjamenn setjast við samningaborðið með þeim fyrrnefndu.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02 Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Funda í fyrsta sinn í yfir áratug í lok apríl Þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem leiðtogar Norður- og Suður Kóreu hittast á fundi frá því kóreuskaganum var skipt. 29. mars 2018 13:02
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49