Í kapphlaupi við að gera völlinn leikhæfan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Stórtækar vinnuvélar fylla nú Ólafsvíkurvöll þar sem leggja á gervigras fyrir komandi leiktíð. Veður hefur tafið framkvæmdir við völlinn. „Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Ungir Íslandsmeistarar í keilu Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Óbærileg bið eftir kvöldinu Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Sjá meira
„Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Ungir Íslandsmeistarar í keilu Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Óbærileg bið eftir kvöldinu Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir „Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Aron tekur við landsliði Kúveits Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Sjá meira